This is the "Velkomin" page of the "Sameinuðu þjóðirnar - SÞ" guide.
Alternate Page for Screenreader Users
Skip to Page Navigation
Skip to Page Content

Sameinuðu þjóðirnar - SÞ  

síðast breytt: Jun 22, 2017 Slóð: http://libguides.landsbokasafn.is/UN Prenta leiðarvísi RSS uppfærslaEmail Alerts

Velkomin Prenta síðu
  Leita: 
 
 

Markmið Áttavitans

Þessum leiðarvísi er ætlað að auðvelda aðgengi að hinum margvíslegu rafrænu gögnum og útgáfuritum Sþ.  

Fréttir

UN News Centre

 

Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Sþ

Landsbókasafn Íslands, nú Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, hefur verið eitt af aðildarsöfnum Sameinuðu þjóðanna frá stofnun þeirra árið 1946. Í dag eru aðildarsöfnin 362 í 136 löndum.   Hlutverk þeirra er að veita aðgang að gögnum og útgáfum Sameinuðu þjóðanna og hefur The Dag Hammarskjöld bókasafnið https://library.un.org/ í New York  séð um dreifingu þeirra. 

Lengst af hefur prentuðum eintökum verið dreift til aðildarsafna, en á síðustu árum hefur hlutverk safnanna verið í endurskoðun þar sem áhersla er á að auka rafrænan aðgang að gögnunum, http://research.un.org/en/docs. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hefur tekið virkan þátt í þeirri endurskoðun.

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hefur ákveðið að leggja metnað sinn í að gera aðgang að ólíkum rafrænum gögnum Sameinuðu þjóðanna einfaldan og þægilegan fyrir notendur.  Í þeim tilgangi hefur verið opnaður áttaviti Sameinuðu þjóðanna http://libguides.landsbokasafn.is/content.php?pid=659746.  Þau gögn sem ekki er rafrænn aðgangur að mun safnið útvega notendum að kostnaðarlausu.

 

Berlínaryfirlýsingin

Þann 12. september 2012 undirritaði Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, landsbókavörður, Berlínaryfirlýsinguna um opinn aðgang fyrir hönd Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Þar með staðfestir safnið stefnu um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum sem unnar eru fyrir opinbert fé í samræmi við stefnu Vísinda og Tækniráðs og lög um opinberan stuðning við vísindarannsóknir.

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hefur einnig skrifað undir Lyon-yfirlýsinguna um aðgang að upplýsingum og þróun. Með henni hefur IFLA haft áhrif á ný heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

 

Fegurðin í skýjunum - International Clouds Atlas

Tengiliður

Profile Image
Ingibjorg Bergmundsdottir
Upplýsingar
s. 525-5738/5685
Senda tölvupóst
 

Um Sameinuðu þjóðirnar

Starfsemi Sameinuðu þjóðanna fer fram víðs vegar um heiminn, en höfuðstöðvarnar eru í New York. Starfsemin fer fram innan sex stjórnarstofnana, en þær eru:

  • Allsherjarþingið (General Assembly) 
  • Öryggisráðið (Security Council)
  • Efnahags- og félagsmálaráðið (Economic and Social Council)         ... meira 

The United Nations is an international organization founded in 1945.  I          ...more

Lýsing:

Loading  hleður niður ...

Tip