This is the "Velkomin" page of the "Sameinuðu þjóðirnar - SÞ" guide.
Alternate Page for Screenreader Users
Skip to Page Navigation
Skip to Page Content

Sameinuðu þjóðirnar - SÞ  

síðast breytt: Mar 22, 2017 Slóð: http://libguides.landsbokasafn.is/UN Prenta leiðarvísi RSS uppfærslaEmail Alerts

Velkomin Prenta síðu
  Leita: 
 
 

Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Sþ

Landsbókasafn Íslands, nú Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, hefur verið eitt af aðildarsöfnum Sameinuðu þjóðanna frá stofnun þeirra árið 1946. Í dag eru aðildarsöfnin 362 í 136 löndum.   Hlutverk þeirra er að veita aðgang að gögnum og útgáfum Sameinuðu þjóðanna og hefur The Dag Hammarskjöld bókasafnið í New York,www.un.org/depts/dhl/, séð um dreifingu þeirra. 

Lengst af hefur prentuðum eintökum verið dreift til aðildarsafna, en á síðustu árum hefur hlutverk safnanna verið í endurskoðun þar sem áhersla er á að auka rafrænan aðgang að gögnunum, http://research.un.org/en/docs. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hefur tekið virkan þátt í þeirri endurskoðun.

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hefur ákveðið að leggja metnað sinn í að gera aðgang að ólíkum rafrænum gögnum Sameinuðu þjóðanna einfaldan og þægilegan fyrir notendur.  Í þeim tilgangi hefur verið opnaður áttaviti Sameinuðu þjóðanna http://libguides.landsbokasafn.is/content.php?pid=659746.  Þau gögn sem ekki er rafrænn aðgangur að mun safnið útvega notendum að kostnaðarlausu.

Tengiliður

Profile Image
Ingibjorg Bergmundsdottir
Upplýsingar
s. 525-5738/5685
Senda tölvupóst
 

Um Sameinuðu þjóðirnar

Starfsemi Sameinuðu þjóðanna fer fram víðs vegar um heiminn, en höfuðstöðvarnar eru í New York. Starfsemin fer fram innan sex stjórnarstofnana, en þær eru:

  • Allsherjarþingið (General Assembly) 
  • Öryggisráðið (Security Council)
  • Efnahags- og félagsmálaráðið (Economic and Social Council)         ... meira 

The United Nations is an international organization founded in 1945.  I          ...more

 

Stoppum fátækt og hungur

Helstu fréttir

Lýsing:

Loading  hleður niður ...

Tip