Skip to main content
site header image

Lögfræði: Upphafssíða

Tilkynning frá bókasafni Lagadeildar vegna samkomubanns

Frá bókasafni Lagadeildar:

Allar byggingar HÍ eru lokaðar sem stendur og þar með bókasafn Lagadeildar í Lögbergi. Það þýðir þó ekki að engin þjónusta sé til staðar. Endilega hafið samband í gegnum netfangið lagabokasafn@landsbokasafn.is ef þörf krefur og reynt verður að leysa úr erindum eins og aðstæður leyfa. Enginn mun lenda í sektum á því tímabili sem lokunin stendur yfir.

Á meðan á lokun stendur verður þjónusta Landsbókasafns-Háskólabókasafns í rafrænu formi og símleiðis. Netspjall safnsins er opið alla virka daga frá 8:15 – 16:00  á vefnum www.landsbokasafn.is einnig er hægt að hafa samband í tölvupósti og í síma. Aðalnúmer safnsins er 525 5600 og tölvupóstfang landsbokasafn@landsbokasafn.is

Önnur gagnleg símanúmer og tölvupóstföng:

Útlánaþjónusta   s. 525 5681       utlan@landsbokasafn.is

Upplýsingaþjónusta s. 525 5685   upplys@landsbokasafn.is

 

Velkomin

Þessum leiðarvísi er ætlað að vísa á helstu hjálpargögn við heimildaleit í faginu.

Aðgangur að rafrænum gögnum

Rafræn gögn eru ýmist:

  • öllum opin
  • opin á landsvísu
  • opin á Háskólanetinu  þ.e. efni í séráskrift safnsins.      

Nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands sem hafa VPN  (Virtual Private Network) í tölvum sínum geta tengst séráskriftum safnsins utan háskólanetsins og einnig erlendis frá.

 

Hvar?

Bækur og tímarit í lögfræði er að finna á 3. og 4. hæð í Þjóðarbókhlöðunni. Alþingis- og Stjórnartíðindi eru í handbókasafninu á 2.hæð.

Ritakostur safnsins í lögfræði er þó einkum á bókasafni Lagadeildar á 3. hæð í Lögbergi.

Bókasafnið er stærsta lagabókasafn landsins. Í safninu eru um 10 þúsund bækur, nýjustu árgangar rúmlega 30 tímarita í prentaðri útgáfu og ýmis uppsláttarrit.  Endurgjaldslaus aðgangur að skanna er á safninu.

Safngögn eru einungis lánuð út til starfsmanna og nemenda Lagadeildar HÍ.

Allir nemendur Lagadeildar eiga kost á því að fá bækur safnsins að láni í allt að 3 daga

Kennarar deildarinnar, meistara og grunnnemar sem eru að vinna að lokaritgerð í lögfræði við HÍ geta fengið bækur að láni í 30 daga.

Á meðan enginn biðlisti er má endurnýja útlán.

Afgreiðslutími á vorönn 2020 - frá 6. janúar til 8. maí

Mánudagar

10-12.30 13.00-16.00*
Þriðjudagar 10-12.30 13.00-16.00
Miðvikudagar Lokað fyrir hádegi 13.00-16.00
Fimmtudagar 10-12.30 13.00-16.00
Föstudagar 10-12.30  

Sími 525 4372

*María Logn Krístínardóttir Ólafsdóttir  bókavörður stendur vaktina á safninu.

Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Guðmundur Ingi Guðmundsson's picture
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Contact:
525-4372
Samfélagsmiðlar: Facebook Page

Aðstoð í laganáminu

Starfsmaður bókasafns Lagadeildar HÍ er Guðmundur Ingi Guðmundsson bókasafns- og upplýsingafræðingur. Hann býður nemendum sem eru að skrifa lokaritgerðir persónulega aðstoð við að finna heimildir. Bóka þarf tíma, vinsamlegast sendið beiðni á lagabokasafn@landsbokasafn.is