Skip to main content
site header image

Lögfræði: Gagnasöfn

Rafræn gagnasöfn

Rafrænu gagnasöfnin eru mjög góður kostur einkum þegar leitað er að sérhæfðu efni. Þau bjóða almennt upp á fjölbreytta möguleika til að afmarka leitir og leitarniðurstöður. Þau eru ýmist :  

 • þverfagleg   
 • á tilteknum fræðasviðum

 

 

Sum gagnasöfn hýsa heildartexta greina sem opnast ef smellt er á Full-text eða eftirfarandi tákn: 

 

Ef heildartexti er ekki fyrir hendi skal smella á krækjukerfið

til að athuga hvort aðgangur er að heildartexta annars staðar.

Ef enginn heildartexti finnst hvorki í rafrænni eða prentaðri útgáfu tímaritsins er hægt að panta millisafnalán sem eru gegn gjaldi.

 

Google Scholar

GoogleScholar leitar í fræðilegu efni á netinu og finnur mikið magn upplýsinga, m.a. skýrslur og greinar sem ekki finnast auðveldlega annars staðarErfitt getur verið að fá markvissar niðurstöður.

 

Í niðurstöðulista Google Scholar eru krækjur við greinar sem eru í landsaðgangi. Smellið þar á 

  

Leitartækni

Eftirfarandi atriði gilda í stórum dráttum í öllum gagnasöfnum. 

 • Þegar slegin eru inn leitarorð, eitt eða fleiri, eru þau sjálfkrafa tengd með AND (og) þannig að bæði/öll leitarorðin þurfa að koma fyrir í niðurstöðum
   
 • Orðasambönd skal setja innan  „gæsalappa“ ef tryggja á að orðin standi saman, t.d. web design“ eða credit card fraud“
   
 • Tengja má orð með OR (eða) til að víkka leit en þá þarf að setja þau innan sviga, t.d. (volcan* OR eruption). Þannig finnast færslur þar sem annað hvort þessara orða kemur fyrir, t.d.: Iceland AND (volcan* OR eruption*)
   
 • Stjarna * í enda orðs/orðbúts leitar að mismunandi endingum orðsins, t.d.finnur icelandeinnig icelandair, icelander, icelandic   

 

Nánar í áttavitanum Leit í gagnasöfnum og í
Leitartækni í gagnasöfnum  (bæklingur pdf.)