Skip to Main Content
site header image

Að finna heimildir: Tímarit og tímaritsgreinar

Upplýsingar um safnkost og heimildaleit

Tímarit

Hægt er að leita að einstökum tímaritum og tímaritsgreinum á lbs.leitir.is. Aðeins þar er hægt að leita að íslenskum tímaritsgreinum, en ýmis íslensk dagblöð og tímarit eru aðgengileg á tímarit.is.
Auk lbs.leitir.is er hægt að leita að erlendum tímaritum og greinum á GoogleScholar, sem leitar eingöngu í fræðilegu og ritrýndu efni, og á vefum einstakra útgefenda. Oftast er hægt að nálgast heildartexta erlendra tímaritsgreina en ef  það er ekki hægt minnum við á millisafnalánaþjónustu safnsins. Allar upplýsingar um hana er að finna í leiðarvísinum Millisafnalán.

Landsaðgangur að rafrænum gagnasöfnum

hvar.is er vefur verkefnisins um aðgang allra landsmanna að rafrænum áskriftum. Stærstur hluti efnis í landsaðgangi eru tímarit og geta allir einstaklingar með aðgang að tölvu með IP-tölu hjá íslenskum netveitum notað efnið. Allt efni í landsaðgangi er einnig leitarbært á leitir.is og lbs.leitir.is.

Tímaritalistinn - Finna tímarit

Í tímaritalista safnsins - er að finna tímarit í eigu safnsins auk tímarita í landsaðgangi og séráskrift safnsins og Háskóla Íslands.

Athugið að stundum er sama tímaritið aðgengilegt í fleiri en einu gagnasafni. Þá er gott að skoða útgáfuár hjá viðkomandi áður en valið er af listanum.

Gagnasöfn

Gagnasöfn og leitarvélar auðvelda þér að finna heimildir fyrir verkefni á öllum fræðasviðum. Öll rafræn gagnasöfn sem keyptur er aðgangur að er að finna á síðunni Rafræn gagnasöfn.
Þar er hægt að leita eftir heiti safns, velja námsgrein eða tiltekinn aðgang, t.d. söfn í landsaðgangi. Auk þess eru á listanum nokkur varðveislusöfn og söfn þekktra rannsóknarstofnana.

Samantekt

Helstu leitargáttir:

Þverfagleg söfn og söfn einstakra útgefenda:

Ef bókasafnið kaupir ekki aðgang að grein sem þig vantar

Ef bókasafnið kaupir ekki aðgang að greininni er hægt að leita á vefum sem bjóða opinn aðgang.