Skip to main content
site header image

Íslenska sem annað mál: Gagnasöfn og leitarvélar

Helstu tæki til heimildaleita

Leitir.is

Safnagáttin þín leitar í gögnum íslenskra safna t.d.  í Gegni samskrá íslenskra bókasafna, Skemmunni varðveislusafni lokaverkefna  og tímaritum í landsaðgangi.

Rafræn gagnasöfn

Bjóða upp á nákvæma leitartækni og markvissar niðurstöður, ef rétt er að farið. Þar er oft aðgangur að heildartextum eða krækjur til að finna þá

                                                                                                  

Google Scholar

Leitar í fræðilegu efni á netinu – þar á meðal er margvíslegt efni sem ekki finnst í gagnasöfnum sem safnið veitir aðgang að. Ágætt er að hefja leit í Google Scholar en ráðlegt er að nota einnig hin ýmsu gagnasöfn, sérhæfð og þverfagleg, sem safnið kaupir aðgang að.  

 

Google Scholar

Í niðurstöðulista Google Scholar eru krækjur við greinar sem eru í landsaðgangi. Smellið þar á 

Google Scholar Search

Heildartextar og krækjukerfi

Sum gagnasöfn hýsa heildartexta greina sem opnast ef smellt er á eftirfarandi tákn: 

Ef heildartexti er ekki fyrir hendi skal smella á krækjukerfið

til að athuga hvort aðgangur er að heildartexta annars staðar.

Ef enginn heildartexti finnst hvorki í rafrænni eða prentaðri útgáfu tímaritsins er hægt að panta millisafnalán sem eru gegn gjaldi.

Gagnasöfn

Eftirfarandi gagnasöfn bjóða upp á fjölbreyttari leitartækni en Google og Google Scholar og um leið markvissari leitarniðurstöður ef rétt er að farið.

Gagnasöfnin eru ýmist þverfagleg eða á tilteknu fræðasviði. Þau vísa einkum í tímaritsgreinar og hýsa í mörgum tilvikum heildartexta þeirra eða bjóða upp á að leita  að þeim.  

Ef heildartexti finnst ekki er ráð að gúggla titil greinarinnar eða fletta tímaritinu sem hún birtist í upp í Finna tímarit og finna rétt hefti ef tímaritið finnst þar. .

-------------------------

Gagnasöfn á háskólanetinu

Notkun eftirfarandi gagnasafn er bundin við háskólanetið og við þá sem tengjast því með  VPN  (Virtual Private Network).