Skip to main content
site header image

Mið-Austurlandafræði : Bækur

Gagnasöfn og vefir tengdi málefnum Mið-austurlanda

Bækur safnsins

Bækur safnsins eru skráðar í Leitir.is.   Þar eru einnig upplýsingar um:
 • prentaðar og rafrænar bækur í öðrum íslenskum söfnum
 • tímarit, tónlist, ljósmyndir og annað efni 
 • íslenskar og erlendar tímaritsgreinar í rafrænum aðgangi
   
   
  Þegar leitað er að tímaritsgreinum um sérhæft efni getur verið betri kostur að nota einstök gagnasöfn, sérhæfð eða þverfagleg. Með leit í þeim fást oftast markvissari niðurstöður.
   
  Leitir.is - Safnagáttin þín Bæklingur (pdf)
   

 

 

Rafbækur

Á rafbókavef SpringerLink er aðgangur á landsvísu að fjölda rafrænna bóka. Einstaka titla eða allan pakkann „Springer eBooks"  sem safnið hefur aðgang að  má einnig finna í Leitir.is,  Nokkur dæmi:

Leitir.is

Leitir.is leitar samtímis í fjölda gagnasafna m.a. :

 • Gegni - samskrá íslenskra bókasafna
 • Skemmunni - varðveislusafni íslenskra háskólabókasafna
 • Rafrænum gögnum Landsaðgangs og bókasafnsins 
 • Myndavef Ljósmyndasafns Reykjavíkur o.fl.

Stundum er heppilegra að leita beint í einstökum gagnasöfnum sem þar eru:

    

Hægt er að afmarka niðurstöður t.d.:

 • við safnkost tiltekins safns  
 • bækur, tímarit,tímaritsgreinar,  myndefni ...
 • tungumál, tímabil o.fl. 

Prentaðar bækur

Rit sem tengjast námi í Mið-Austurlandafræðum geta dreifst víða um Dewey flokkunarkerfið.

Leitartækni

Leitir.is er leitarvefur sem gerir kleift að leita frá sama stað í helstu skrám og gagnsöfnum íslenskra safna.

Einföld leit er sjálfvalin á upphafsskjá. Þar eru slegin inn leitarorð, eitt eða fleiri, sem tengjast sjálfkrafa með AND (og) þannig að bæði (öll) orðin þurfa að finnast í niðurstöðum. Þvi fleiri sem leitarorðin eru þeim mun þrengri er leitin.

 • Tengja má orð með OR (eða) til að víkka leit en þá þarf að setja þau innan sviga, t.d. (rigning OR regn). Þannig finnast færslur þar sem annað hvort þessara orða kemur fyrir, t.d. Ísland AND (rigning OR regn)
   
 •  Stjarna * í enda orðs/orðbúts leitar að mismunandi endingum orðsins, t.d.finnur íslenskeinnig  íslenska, íslenskur 
   
 • Orðasambönd skal setja innan „gæsalappa ef tryggja á að orðin standi saman, t.d. rafrænt eftirlit

Ítarleg leit gerir kleift að afmarka leit við tiltekin svið í færslunum, s.s. titil, höfund, efnisorð, útgáfuár o.fl. eða við tegund efnis, tungumál o.fl. 
Undir Fletta A-Ö er hægt að fletta í stafrófsröðuðum listum höfunda, titla og efnisorða.

 

 

 

Viltu sjá hvernig Boolean tengingaranar virka?


--------------------------------------------------------------------

Í vinstri dálki í niðurstöðulista leitar er hægt að þrengja niðurstöður, eftir því sem við á, m.a. við

 • tegund efnis
 • íslensk gagnasöfn
 • efni
 • höfunda
 • tungumál
 • útgáfuár

Nánari leiðbeiningar á Leitir.is

Innskráning í Leitir

Safnagáttin Leitir.is er öllum opin hvenær og hvar sem er án innskráningar.  Innskráning   veitir notendum aðgang að Mínum síðum þar sem hægt er að:

 • skoða útlán og endurnýja
 • taka frá efni sem er í útláni
 • biðja um millisafnalán
 • vista leitir og færslur í Rafrænni hillu
 • nota árvekniþjónustu o.fl.

Til þess að skrá sig inn þarf notandanafn og lykilorð sem fylgir bókasafnsskírteini.

Nánari leiðbeiningar á Leitir.is