Skip to Main Content
site header image

Heimildaskráning - EndNote: Heildartextar í EndNote (PDF)

Leiðbeiningar fyrir EndNote heimildaskráningaforritið

Leiðir til að fá heildartexta í EndNote

Nokkrar leiðir eru til að flytja heildartexta greina (PDF) inn í EndNote.

Leið 1: Að bæta PDF við heimild

Ef PDF skjalið er á tölvunni og heimildin er nú þegar í EndNote:

  • Velja heimildina í EndNote.
  • Smella á bréfaklemmuna til hægri eða fara í References > File Attachments > Attach File og velja þar PDF skjalið.

 

Leið 2: Leit að heildartexta (Find Full Text)

EndNote getur flett upp aðgangi að heildartexta og ef hann finnst fer PDF skjalið sjálfkrafa inn.

  • Hægt er að hægrismella á heimild og finna þar Find Full Text.

 

Leið 3: Setja PDF skjal beint inn í EndNote

Þessi leið hentar vel ef skjalið er nú þegar í tölvunni og heimildin er með DOI. Athugið að annars virkar ekki að fá heimildina inn því EndNote sækir upplýsingarnar í gegnum DOI.

  • Hægrismella á PDF skjal > Open With EndNote …