Skip to Main Content
site header image

Að finna heimildir: Velkomin

Upplýsingar um safnkost og heimildaleit

Þessum leiðarvísi er ætlað að auðvelda háskólanemum að ...

  • skipuleggja heimildaleitir
  • finna bækur, tímarit og tímaritsgreinar á prenti  og rafrænu formi 
  • leita að efni á einstökum fræðasviðum
  • fá upplýsingar um aðstoð sem er í boði við verkefnavinnu

Hvar eru bækur og tímarit í Þjóðarbókhlöðu?

Bækur sem hægt er að taka að láni eru á 3. og 4. hæð í Þjóðarbókhlöðu.

Uppsláttarrit, alfræði og orðabækur eru á 2. hæð. Þessi rit eru ekki lánuð út en góð aðstaða er á hæðinni til að vinna með ritin.

Íslensk og erlend tímarit eru á 3. hæð, stærstur hluti tímaritakostsins er á rafrænu formi og hægt að leita að einsökum titlum hér.

Hljóð- og myndefni er á 4. hæð. Mynddiskar eru lánaðir út í 3 daga.

Á fyrstu hæð eru Íslandssafn, Handritasafn og Kvennasögusafn Íslands.

Aðgangur að efni á rafrænu formi

Aðgangur að rafrænu efni er með ýmsu móti. Helstu aðgangsleiðir eru:

  • Opinn aðgangur
  • Landsaðgangur (aðgengilegt úr öllum tölvum með íslenska IP-tölu)
  • Áskrift Landsbókasafns - Háskólabókasafns og/eða Háskóla Íslands og þá aðgengilegt á Háskólanetinu.

Nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands geta notað efni sem HÍ kaupir í áskrift utan háskólasvæðisins með VPN tengingu.