Skip to Main Content
site header image

Listaverk í Þjóðarbókhlöðu: Lestrarsalur

Yfirlit yfir listaverk í Þjóðarbókhlöðu

Haustkvöld /Engjafólk

Haustkvöld/Engjafólk frá 1958 eftir Gunnlaug Scheving (1904-1972).

Steinn Steinarr

Málverk af Stein Steinarr (1908-1958) ljóðskáldi eftir Nínu Tryggvadóttur (1913-1968) frá 1939.

Steingrímur Jónsson

Teikning frá 1835 af Steingrími Jónssyni (1769-1845) biskup frá 1824 eftir Emile Lassalle (1813-1871).

Jóhannes úr Kötlum

Brjóstmynd af Jóhannesi úr Kötlum (1899-1972) eftir Finn Jónsson (1892-1993).

Finnur Jónsson

Brjóstmynd af Finni Jónssyni (1858-1934) eftir Ríkarð Jónsson (1888-1977).

Finnur Jónsson var texafræðingur og prófessor í norrænni textafræði við Hafnarháskólann í Kaupmannahöfn. Hann lagði mikið af mörkum til rannsókna á fornnorrænum bókmenntum.

Konrad v. Maurer

Brjóstmynd frá 1888 af Konrad v. Maurer (1823-1902) eftir þýska myndhöggvarann Joseph Echteler (1853-1908).

Konrad v. Maurer var þýskur sagnfræðingur sem hafði mikinn áhuga á íslenskri sögu og menningu. Hann safnaði og gaf út íslenskar þjóðsögur og studdi það að Íslandi yrði sjálfstæð þjóð.

Jón Sigurðsson

Brjóstmynd frá 1871 af Jóni Sigurðssyni (1811-1879) eftir norska höggmyndalistamanninn Brynjulf Larsen Bergslien (1830-1898)

Jón Sigurssson var helsti leiðtogi Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld.

Guðmundur Finnbogason

Brjóstmynd frá 1943 eftir Einar Jónsson  (1874-1954) af Guðmundir Finnbogasyni (1873-1944).

Guðmundur Finnbogason var sálfræðingur, fræðimaður og höfundur. Hann var landsbókavörður 1924-1943.