Skip to Main Content
site header image

Opin vísindi (varðveislusafn): Skil - Lágmarksskráning

Opin vísindi er stafrænt varðveislusafn fyrir ritrýndar vísindagreinar og efni sem birtist á vegum íslenskra háskóla

Hefja innsendingu

Eftir Innskráningu er smellt á Innsendingar undir Reikningurinn minn og þá á Þú getur hafið nýja innsendingu.

Veljið viðeigandi safn úr flettiglugganum og smellið á Næsta skref

DOI eða Web of Science accession númer

Ef DOI númer eða Web of Science accession númer er þekkt er hægt að slá því inn og kerfið sækir þá tiltæk lýsigögn.  Ef hvorugt númer er þekkt er reiturinn hafður auður og smellt á Næsta skref.

Titill, ártal

Það eru aðeins tvö atriði sem fylla þarf út í lágmarksskráningu titil og ártal.  Þau fyllast út sjálfkrafa ef  DOI númer eða WoS accession númer var slegið inn í upphafi innsendingarferlis og halda má þá strax áfram í Skil - Hlaða upp / Yfirfara, ef það var ekki gert þarf að fylla þetta út handvirkt og fara svo í Skil - Hlaða upp / Yfirfara

Auk þess er mælst til að DOI númer og/eða vefslóð útgefanda fylgi með

DOI númer byrja alltaf á 10....., sláið númerið inn og smellið á Bæta við

ef DOI númer fylgir ekki grein er hægt að setja vefslóð útgefanda hér:

Ef ekki á að skrá ýtarlegri upplýsingar má halda áfram í Skil - Hlaða upp / Yfirfara annars er farið í Skil - Ítarlegri skráning.