Skip to main content
site header image

Guðfræði – Trúarbrögð: Upphafssíða

Um bókasafnið og helstu hjálpargögn við heimildaleit og -skráningu

Velkomin í safnið

Þessi leiðarvísir vísar á helstu hjálpargögn við heimildaleit en gefur ekki tæmandi yfirlit

 

 

Aðgangur að rafrænum gögnum

Rafæn gögn eru ýmist:

  • öllum opin
  • opin á landsvísu
  • opin á Háskólanetinu  þ.e. efni í séráskrift safnsins.      

Nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands sem hafa VPN  (Virtual Private Network) í tölvum sínum geta tengst séráskriftum safnsins utan háskólanetsins og einnig erlendis frá.

 

Hvar er safnkosturinn?

Útlánseintök prentaðra bóka eru á 3. og 4. hæð safnsins en tímarit eru á 3.ð. Flest útgefin íslensk rit eru auk þess í Íslandssafni á 1. hæð til notkunar þar.

Hljóðrit og myndbönd eru í Tón- og myndsafni  á 4. hæð.  Þar er einnig Námsbókasafn með ritum á skammtímaláni vegna námskeiða í Háskóla Íslands.

Ýmis uppsláttarrit eru á handbókasvæði á 2. hæð.

 

 

 

Rafræn gögn – Stafræn endurgerð íslensks efnis

Auk prentaðs efnis, handrita og hljóðrita er aðgangur í sérstökum gagnasöfnum að ýmsu stafrænu efni.

Dewey kerfið – Aðalflokkar

Safnkosturinn er flokkaður eftir Dewey kerfinu og raðað í hillur samkvæmt því í töluröð frá 001 - 999

000 Gögn almenns efnis
100 Heimspeki og sálfræði
200 Trúarbrögð
300 Félagsvísindi
400 Tungumál
500 Raunvísindi
600 Tækni, læknisfr. o.fl.
700 Listir
800 Bókmenntir
900 Saga, landafræði o.fl.

Ritum sem bera sömu flokkstölu er raðað í stafrófsröð eftir raðorði sem oftast er þrír fyrstu stafir í nafni höfundar, skírnarnafni Íslendinga en eftirnafni erlendra höfunda.

Bækur um svipað efni  og eftir sama höfund eiga því að standa saman í safninu.

Dewey kerfið – Trúarbrögð

200 Trúarbrögð

210    Heimspeki og kenningar trúarbragða
220    Biblían
221        Gamla testamentið
222        Sögurit Gamla testamentisins
223        Skáldrit Gamla testamentisins
224        Spámannarit Gamla testamentisins
225        Nýja testamentið
226        Guðspjöllin og Postulasagan
227        Bréf Nýja testamentisins
228        Opinberun Jóhannesar
229        Apokrýfar bækur
230   Kristni – Kristin guðfræði
240   Kristin siðfræði og guðfræði tilbeiðslunnar
250   Staðbundnir kristnir söfnuðir og trúarreglur
260    Kristin guð- og kirkjufræði
261        Félagsleg guðfræði
262        Opinbert helgihald
270   Kristnisaga – Kirkjusaga
280   Kirkjudeildir og sértrúarsöfnuðir kristinnar kirkju
290    Samanburðarfræði trúarbragða og önnur trúarbrögð en kristni.