Skip to main content
site header image

Heimspeki: Upphafssíða

Um bókasafnið og helstu hjálpargögn við heimildaleit og -skráningu

Velkomin í safnið

Þessi leiðarvísir vísar á helstu hjálpargögn við heimildaleit en gefur ekki tæmandi yfirlit.

 

 

Aðgangur að rafrænum gögnum

Rafæn gögn eru ýmist:

  • öllum opin
  • opin á landsvísu
  • opin á Háskólanetinu  þ.e. efni í séráskrift safnsins.      

Nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands sem hafa VPN  (Virtual Private Network) í tölvum sínum geta tengst séráskriftum safnsins utan háskólanetsins og einnig erlendis frá.

 

Hvar er safnkosturinn?

Útlánseintök prentaðra bóka eru á 3. og 4. hæð safnsins en tímarit eru á 3.ð. Flest útgefin íslensk rit eru auk þess í Íslandssafni á 1. hæð til notkunar þar.

Hljóðrit og myndbönd eru í Tón- og myndsafni  á 4. hæð.  Þar er einnig Námsbókasafn með ritum á skammtímaláni vegna námskeiða í Háskóla Íslands.

Ýmis uppsláttarrit eru á handbókasvæði á 2. hæð.

 

 

Rafræn gögn – Stafræn endurgerð íslensks efnis

Auk prentaðs efnis, handrita og hljóðrita er aðgangur í sérstökum gagnasöfnum að ýmsu stafrænu efni.

Dewey kerfið – Aðalflokkar

Safnkosturinn er flokkaður eftir Dewey kerfinu og raðað í hillur samkvæmt því í töluröð frá 001 - 999

000 Gögn almenns efnis
100 Heimspeki og sálfræði
200 Trúarbrögð
300 Félagsvísindi
400 Tungumál
500 Raunvísindi
600 Tækni, læknisfr. o.fl.
700 Listir
800 Bókmenntir
900 Saga, landafræði o.fl.

Ritum sem bera sömu flokkstölu er raðað í stafrófsröð eftir raðorði sem oftast er þrír fyrstu stafir í nafni höfundar, skírnarnafni Íslendinga en eftirnafni erlendra höfunda.

Bækur um svipað efni  og eftir sama höfund eiga því að standa saman í safninu.

Dewey kerfið – Heimspeki

100    Heimspeki og skyldar greinar
110    Frumspeki
120    Þekkingarfræði 

140    Heimspekistefnur
141    Hughyggja og skyldar stefnur.
142    Gagnrýnin heimspeki, m.a. Kantismi
143    Heimspeki Bergsons – Innsæisstefna
144    Fornmenntastefna (húmanismi ) o.fl.
145    Skynhyggja 
146    Náttúrleg heimspeki og skyldar stefnur
147    Algyðishyggja og skyldar stefnur
148    Úrvalsstefna, frjálslyndisstefna o.fl.
149    Aðrar heimspekistefnur

160    Rökfræði

170    Siðfræði
171    Siðfræðikenningar og kerfi
172    Stjórnmálasiðfræði
173    Fjölskyldusiðfræði
174    Siðfræði starfsstétta
175    Siðfræði afþreyingar
176    Siðfræði kynlífs og æxlunar
177    Siðfræði félagslegra samskipta
178    Neyslusiðfræði
179    Aðrar siðareglur

181    Heimspeki Austurlanda
182    Grísk heimspeki fyrir daga Sókratesar
183    Sófistar, Sókrates og skyld heimspeki
184    Platón
185    Aristóteles
186    Efahyggjumenn og nýplatónistar
187    Epíkúros
188    Stóuspeki
189    Vestræn miðaldaheimspeki

190    Vestræn nútímaheimspeki
191    Ísland
192    Bretland
193    Þýskaland, Austurríki og Mið-Evrópulönd
194    Frakkland
195    Ítalía
196    Spánn og Portúgal
197    Rit fyrrum Sovétríkjanna
198    Norðurlönd
199    Aðrir heimshlutar