Skip to main content
site header image

Klassísk fræði: Velkomin

Velkomin

Þessum Áttavita er ætlað að benda á ýmis gögn sem varða klassísk fræði.

Nánari upplýsingar um safnið, heimildleit og leitartækni má finna í öðrum Áttavitum:

 

 

Hvar er safnkosturinn?

Útlánseintök prentaðra bóka eru á 3. og 4. hæð safnsins en tímarit eru á 3. hæð. Flest útgefin íslensk rit eru auk þess í Íslandssafni á 1. hæð til notkunar þar.

Hljóðrit og myndbönd eru í Tón- og myndsafni  á 4. hæð.  Þar er einnig Námsbókasafn með ritum á skammtímaláni vegna námskeiða í Háskóla Íslands.

Íslandssafn og Handritasafn eru á 1. hæð.

Ýmis uppsláttarrit eru á handbókasvæði á 2. hæð.

Aðgangur að rafrænum gögnum

Rafræn gögn eru ýmist:

  • öllum opin
  • opin á landsvísu
  • opin á Háskólanetinu  þ.e. efni í séráskrift safnsins.      

Nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands sem hafa VPN  (Virtual Private Network) í tölvum sínum geta tengst séráskriftum safnsins utan háskólanetsins og einnig erlendis frá.

 

Dewey kerfið – Aðalflokkar

Safnkosturinn er flokkaður eftir Dewey kerfinu og raðað í hillur samkvæmt því í töluröð frá 001 - 999

000 Gögn almenns efnis
100 Heimspeki og sálfræði
200 Trúarbrögð
300 Félagsvísindi
400 Tungumál
500 Raunvísindi
600 Tækni, læknisfr. o.fl.
700 Listir
800 Bókmenntir
900 Saga, landfræði o.fl.

Ritum sem bera sömu flokkstölu er raðað í stafrófsröð eftir raðorði sem oftast er þrír fyrstu stafir í nafni höfundar, skírnarnafni Íslendinga en eftirnafni erlendra höfunda.

Bækur um svipað efni  og eftir sama höfund eiga því að standa saman í safninu.

Dewey - klassísk fræði


Heimspeki 100

180       Heimspeki, fornaldar, miðalda

Trúarbrögð - 200
292          Forn klassísk trúarbrögð

Tungumál 400
470      Latína
480      Klassísk gríska

Listasaga   700
722     Forn byggingarlist
730     Höggmyndalist


Bókmenntir - 800
870           Latneskar ókmenntir
880           Hellenskar bókmenntir


Saga fornaldar - 930
930           Saga fornaldar fram til u.þ.b. 499 e.Kr.
937           Saga Italíuskaga og Romaveldis
938           Saga Grikklands fram til 323