Skip to main content
site header image

Mannfræði: Velkomin

Um bókasafnið og helstu hjálpargögn við heimildaleit og -skráningu.

Velkomin í safnið

Þessum leiðarvísi er ætlað að vísa á helstu hjálpargögn við heimildaleit  í faginu en gefur ekki tæmandi yfirlit. 

Aðrir leiðarvísar sem kunna að koma að gagni:

 

Aðgangur að rafrænum gögnum

Rafræn gögn eru ýmist:

  • öllum opin
  • opin á landsvísu
  • opin á Háskólanetinu  þ.e. efni í séráskrift safnsins.      

Nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands sem hafa VPN  (Virtual Private Network) í tölvum sínum geta tengst séráskriftum safnsins utan háskólanetsins og einnig erlendis frá.

 

Hvar er safnkosturinn?

Útlánseintök prentaðra bóka eru á 3. og 4. hæð safnsins en tímarit eru á 3. hæð. Flest útgefin íslensk rit eru auk þess í Íslandssafni á 1. hæð til notkunar þar.

Hljóðrit og myndbönd eru í Tón- og myndsafni  á 4. hæð.  Þar er einnig Námsbókasafn með ritum á skammtímaláni vegna námskeiða í Háskóla Íslands.

Íslandssafn og Handritasafn eru á 1. hæð.

Ýmis uppsláttarrit eru á handbókasvæði á 2. hæð.

Rafræn gögn – Stafræn endurgerð íslensks efnis

Auk prentaðs efnis, handrita og hljóðrita er aðgangur í sérstökum gagnasöfnum að ýmsu stafrænu efni.

Dewey kerfið – Aðalflokkar

Safnkosturinn er flokkaður eftir Dewey kerfinu og raðað í hillur samkvæmt því í töluröð frá 001 - 999

000 Gögn almenns efnis
100 Heimspeki og sálfræði
200 Trúarbrögð
300 Félagsvísindi
400 Tungumál
500 Raunvísindi
600 Tækni, læknisfr. o.fl.
700 Listir
800 Bókmenntir
900 Saga, landfræði o.fl.

Ritum sem bera sömu flokkstölu er raðað í stafrófsröð eftir raðorði sem oftast er þrír fyrstu stafir í nafni höfundar, skírnarnafni Íslendinga en eftirnafni erlendra höfunda.

Bækur um svipað efni  og eftir sama höfund eiga því að standa saman í safninu.

Dewey – Mannfræði og þjóðfræði

Mannfræði og þjóðfræði flokkast víða í Dewey-kerfinu, t.d:

128   Heimspekileg mannfræði
150   Sálarfræði

291   Samanburðarfræði trúarbragða
291.22   Kenningar um manninn og mannkynið

301   Félagsfræði og mannfræði
302   Félagsleg samskipti, félagssálfræði
303   Félagsleg ferli
304   Maður og umhverfi
304.2   Mannvistfræði
305   Þjóðfélagshópar
305.8   Kynþátta-, þjóðflokka– og þjóðernishópar
 
306  Menning og félagsfesti
306.2   Stjórnmálafesti
306.3   Efnahagsfesti
306.4   Sérstök menningareinkenni
306.6   Trúarleg festi
306.7   Félagsfesti sem snerta samskipti kynjanna
306.8   Hjónabandið og fjölskyldan
306.9   Félagsfesti sem snerta dauðann

307   Samfélög

390   Þjóðfræði, siðvenjur og kurteisisvenjur
391    Klæðaburður og útlit
392    Daglegar venjur og heimilislíf
393   Útfararsiðir
394   Almennar siðvenjur
395   Háttvísi, kurteisisvenjur
398   Þjóðfræði, þjóðsögur og þjóðtrú
399   Siðvenjur í hernaði og utanríkisþjónustu.

599.9  Líffræðileg mannfræði
599.935   Erfðafræði mannsins
599.938   Þróun mannsins