Skip to Main Content
site header image

Skemman (varðveislusafn), leiðbeiningar um verkefnaskil: Skil verkefna – Innskráning

Skemman er rafrænt varðveislusafn fyrir lokaritgerðir íslensku háskólanna.

Athugið að doktorsritgerðir eru skráðar í varðveislusafnið Opin vísindi, sjá leiðbeiningar hér

Skil á lokaverkefnum við Háskóla Íslands

Nemandi sem hyggst útskrifast frá Háskóla Íslands skal skila rafrænu eintaki af lokaverkefni sínu í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna nemenda við alla háskóla á Íslandi. 

Ritgerð skal skilað á pdf-formi  eigi síðar en á lokaskiladagi viðkomandi deildar ásamt rafrænni yfirlýsingu um meðferð verkefnisins

Ef yfirlýsingin er opnuð í Acrobat Reader er hægt að fylla hana út rafrænt með því að velja "Tools" og "Fill & Sign". Prentið hana svo út, undirritið og skilið rafrænt í Skemmuna sem sérskjali með ritgerðinni í skrefi 2. 

Annars er yfirlýsingin prentuð út, fyllt út, undirrituð og skilað í Skemmuna sem sérskjali með ritgerðinni í skrefi 2. Þar er hægt að hlaða upp mörgum skrám en aðeins einni í einu.

  • Athugið að ritgerðin sem skilað er sé örugglega lokagerð ritgerðarinnar. Ef mistök í skilum eiga sér stað er hægt að biðja um að skjölum sé skipt út einu sinni fyrir útskrift. Sendið þá póst á hi@skemman.is
  • Eftir útskrift er ekki lengur mögulegt að skipta út skjölum nema með leyfi leiðbeinanda. Leiðbeinandi sendir þá póst á hi@skemman.is og staðfestir að nemanda sé heimilt að skipta út skjölum.

Byrjið á að setja ritgerðina og yfirlýsinguna í pdf-form.

Skil í Skemmuna

Á upphafssíðu Skemmunnar má sjá eftirfarandi:

 

 

 

 

Með því að smella á Skil í Skemmuna smelltu hér opnast:

Smelltu á Háskóli Íslands.

Innskráning – Háskóli Íslands

Notendur skrá sig inn á Menntaskýinu. Ef skilað er í Skemmu án þess að vera skráð (-ur) inn í Outlook/365 hjá skólanum í vafranum þarf að nota aðgangsorð - þau sömu og notuð eru til að komast á Uglu/innri vefinn. Skráðu þig þá inn með  notendanafni og lykilorði 

Skemman mín

Veldu safn:  Þar er hægt að velja viðeigandi svið, s.s. Félagsvísindasvið og Menntavísindasvið og tegund ritgerðar.

 

Að þessu loknu skal smella á Hefja skil. Þá kemur SKREF 1