Skip to Main Content
site header image

Skemman (varðveislusafn), leiðbeiningar um verkefnaskil: Opinn aðgangur

Skemman er rafrænt varðveislusafn fyrir lokaritgerðir íslensku háskólanna.

Athugið að doktorsritgerðir eru skráðar í varðveislusafnið Opin vísindi, sjá leiðbeiningar hér

Opinn aðgangur – Reglur Háskóla Íslands

Háskóli Íslands hefur samþykkt stefnu um opinn aðgang  þar segir m.a:

Afrakstur vísindastarfs innan Háskóla Íslands kemur einnig fram í lokaverkefnum stúdenta, bæði í grunn- og framhaldsnámi. Skólinn leggur áherslu á að þessi verkefni séu gerð öllum aðgengileg eftir því sem kostur er.

Opinn aðgangur – Landsbókasafn

Þann 12. september 2012 undirritaði Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, landsbókavörður, Berlínaryfirlýsinguna um opinn aðgang fyrir hönd Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

Þar með staðfestir safnið stefnu um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum sem unnar eru fyrir opinbert fé í samræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs og lög um opinberan stuðning við vísindarannsóknir.

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hefur einnig skrifað undir Lyon-yfirlýsinguna um aðgang að upplýsingum og þróun. Með henni hefur IFLA, alþjóðasamtök bókasafna, haft áhrif á ný heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Reglur um aðgang

Þrjár deildir hafa samþykkt reglur um aðgang að lokaritgerðum í Skemmunni. Það eru:

  • Viðskiptafræðideild (MS verkefni)
  • Hagfræðideild (MS verkefni) 
  • Sagnfræði- og heimspekideild (BA og MA verkefni) .

Almennt skal aðgangur að lokaritgerðum vera opinn, en ef talið er mikilvægt að loka aðgangi tímabundið þá þarf að færa rök fyrir því og deildarforseti og leiðbeinandi þurfa að vera því meðmæltir

Opinn aðgangur á Íslandi, kynntu þér málið