Skip to main content
site header image

Viðskiptafræði: Upphafssíða

Um bókasafnið og helstu hjálpargögn við heimildaleit og -skráningu.

Velkomin

Þessum leiðarvísi er ætlað að vísa á helstu hjálpargögn við heimildaleit í viðskiptafræði.

Fjaraðgangur VPN

Nokkrar leiðir eru til að tengjast háskólanetinu á háskólasvæðinu og utan þess. Hægt er að leita aðstoðar hjá Tölvuþjónustu UTS á Háskóla-torgi.

Viðskiptafræði

Háskóli Íslands býður upp á nám í viðskiptafræði bæði á grunn- og framhaldsstigi. Hægt er að senda inn umsókn um nám á vefnum.

Komdu í heimsókn

Kíktu í heimsókn á Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn í Þjóðarbókhlöðu á opnunartíma þess og kynntu þér safnið. Við tökum vel á móti þér.

Dewey kerfið – Aðalflokkar

Safnkosturinn er flokkaður eftir Dewey kerfinu og raðað í hillur samkvæmt því í töluröð frá 001 - 999

000 Gögn almenns efnis
100 Heimspeki og sálfræði
200 Trúarbrögð
300 Félagsvísindi
400 Tungumál
500 Raunvísindi
600 Tækni, læknisfr. o.fl.
700 Listir
800 Bókmenntir
900 Saga, landfræði o.fl.

Ritum sem bera sömu flokkstölu er raðað í stafrófsröð eftir raðorði sem oftast er þrír fyrstu stafir í nafni höfundar, skírnarnafni Íslendinga en eftirnafni erlendra höfunda.

Bækur um svipað efni  og eftir sama höfund eiga því að standa saman í safninu.

Dewey – Viðskiptafræði

Helstu flokkar í viðskiptafræði

650    Viðskiptafræði, stjórnun, markaðsfræði
651    Skrifstofuhald
652    Ritvinnsla og fjölföldun
653    Hraðritun
657    Bókhald
658    Stjórnun fyrirtækja
658.1     Skipulag og fjármál
658.2     Rekstur og skipulag á húsnæði
658.3     Starfsmannastjórnun
658.4     Framkvæmdastjórnun
658.5     Framleiðslustjórnun
658.7     Eftirlit með birgðum og búnaði
658.8     Markaðsstjórnun – Sala á vörum og þjónustu
658.85     Sölumennska, auglýsingar og almannatengsl

310   Tölfræði
330   Hagfræði
350    Opinber stjórnsýsla