Skip to main content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.
site header image

Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) - United Nations (UN): Velkomin

Upplýsingar um og aðgangur að gögnum SÞ

Markmið

Þessum leiðarvísi er ætlað að veita upplýsingar um SÞ og auðvelda aðgang að hinum margvíslegu rafrænu gögnum og útgáfuritum SÞ.  

 

Info Point Library Newsletter

Fréttabréf

Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Sþ

 

Landsbókasafn, nú Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, hefur verið eitt af aðildarsöfnum Sameinuðu þjóðanna frá stofnun þeirra árið 1946. Í dag eru aðildarsöfnin tæplega 400 í 136 löndum. Hlutverk þeirra er að veita aðgang að gögnum og útgáfum Sameinuðu þjóðanna sem hin síðari ár eru einkum á rafrænu formi. 

Með þessum leiðarvísi vill Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn auðvelda notendum aðgang að helstu rafrænum gögnum stofnunarinnar. Þau gögn sem ekki er rafrænn aðgangur að mun safnið útvega notendum að kostnaðarlausu.

Um Sameinuðu þjóðirnar

Starfsemi Sameinuðu þjóðanna fer fram víðs vegar um heiminn, en höfuðstöðvarnar eru í New York. Starfsemin fer fram innan sex stjórnarstofnana, en þær eru:

  • Allsherjarþingið (General Assembly) 
  • Öryggisráðið (Security Council)
  • Efnahags- og félagsmálaráðið (Economic and Social Council)         ... meira 

The United Nations is an international organization founded in 1945.  I          ...more

Spurt og svarað um SÞ