Á leitir.is er hægt að sjá hvaða bækur eru til á safninu. Sumar rafbækur eru í séráskrift safnsins og HÍ og því aðeins aðgengilegar á háskólanetinu. Einnig er hægt að panta millisafnalán eða stinga upp á bókakaupum.
Notið leitir.is til að finna bækur. Bækur sem eru aðgengilegar á safninu eru merktar Lbs-Hbs í kerfinu. Sum námskeið eiga fráteknar ákveðnar bækur námskeiða. Þær bækur eru á námsbókasafninu á 4. hæð.
Efni sem er ekki til á safninu er hægt að panta í millisafnaláni á leitir.is. Nánari upplýsingar:
Hægt er að senda beiðni um bókakaup með því að fylla út eyðublað á vef safnsins.
Nemendur eru hvattir til að kynna sér námsbókasafnið og athuga hvort kennarar HÍ hafi óskað eftir að bækur séu fráteknar fyrir tiltekin námskeið.
Safnkosturinn er flokkaður eftir Dewey flokkunarkerfinu og raðað í hillur samkvæmt því.
400 | Málanám, æðri skólastig |
410-499 | Tiltekin tungumál |
410 | Íslenska |
410.9 | Íslensk málsaga |
413 | Orðabækur |
415 | Málfræði |
418 | Málnotkun |
801 | Íslenskar bókmenntir |