Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.
site header image

Útlánaþjónusta: Yfirlit

Starfsmenn útlánaþjónustu aðstoða við útlán og skil og svara spruningum sem brenna á lánþegum.

Útlán bóka

Allir einstaklingar 18 ára og eldri, með lögheimili á Íslandi og íslenska kennitölu, geta fengið lánaðar bækur hjá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Bókasafnsskírteini er innifalið í skráningargjöldum stúdenta Háskóla Íslands. Hér finnurðu leiðbeiningar um útlán, skil og endurnýjun útlána fyrir almenna notendur og hér leiðbeiningar fyrir stúdenta Háskóla Íslands.

Spurningar?

Hvað þarf ég að borga ef bók er skilað of seint? Hvað geri ég ef bókin sem ég er með í láni skemmist eða týnist? Get ég fengið að hafa bókina lengur? Hafðu samband við starfsmenn í útlánaþjónustu (þjónustuborð á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu).

Að fá lánað efni frá öðru bókasafni (millisafnalán)

Millisafnalán er sú þjónusta að fá að láni frá öðrum söfnum efni sem ekki er til á safninu. Eina skilyrðið er að eiga gilt skírteini hjá safninu. Millisafnalán eru gegn gjaldi en nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands fá 50% afslátt. Kynntu þér málið.

Námsbókasafn - efni aðeins til afnota á safni eða útlánstími takmarkaður

Kennarar HÍ geta óskað eftir því að efni sem nota á í einstökum námskeiðum verði sett á Námsbókasafn og útlánstími þess takmarkaður. Námsbókasafnið er staðsett á 4. hæð í Þjóðarbókhlöðu. Allar frekari upplýsingar finnurðu hér.