Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.
site header image

Sagnfræði: Saga kvenna á Íslandi

Kvennasögusafn Íslands

 

Markmið Kvennasögusafns Íslands er að skrá, varðveita og safna heimildum um sögu kvenna ásamt því að miðla þeirri þekkingu og hvetja til rannsókna. Það er eina safnið sinnar tegundar á Íslandi.

Safnið var stofnað þann 1. janúar 1975. Anna Sigurðardóttir var fyrsti forstöðumaður safnsins og rak það á heimili sínu á Hjarðarhaga í Reykjavík frá stofnun þess fram til ársins 1996, þegar það flutti til Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og varð að sérstakri einingu þar.

Vefur Kvennasögusafns Íslands

Á vef Kvennasögusafnsins er margvíslegt efni að finna. Neðangreindur listi gefa bara dæmi um efni sem þar er.

Konur og stjórnmál

Sérvefur um baráttu íslenskra kvenna fyrir kosningarétti og kjörgengi. Vefurinn var gefinn út árið 2015 en þá voru 100 ár frá því að Danakonungur staðfesti stjórnarskrárbreytingu sem fól í sér að konur og vinnumenn, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt til Alþingis. 

Bækur