Skip to main content
site header image

Fornleifafræði: Bækur

Bækur

Á leitir.is er hægt að sjá hvaða bækur eru til á safninu. Sumar rafbækur eru í séráskrift safnsins og HÍ og því aðeins aðgengilegar á háskólanetinu. Einnig er hægt að panta millisafnalán eða stinga upp á bókakaupum.

Leitir.is

Notið leitir.is til að finna bækur. Bækur sem eru aðgengilegar á safninu eru merktar Lbs-Hbs í kerfinu. Sum námskeið eiga fráteknar ákveðnar  bækur námskeiða. Þær bækur eru á námsbókasafninu á 4. hæð.

Millisafnalán

Efni sem er ekki til á safninu er hægt að panta með millisafnaláni á leitir.is. Nánari leiðbeiningar eru í leiðar-vísinum fyrir millisafnalán. 

Bókakaup - tillögur

Hægt er að senda beiðni um bókakaup með því að fylla út eyðublað á vef safnsins.

Bækur - prentaðar

Dewey flokkunarkerfið - fornleifafræði

Safnkosturinn er flokkaður eftir Dewey flokkunarkerfinu og raðað í hillur samkvæmt því.

Fornleifafræði flokkast aðallega í 930 og nánar eftir löndum og landsvæðum í fornöld og í nútíma.

930 Saga fornaldar fram til 499 e.K.
931 Kín fram til 420
932 Egyptaland fram til 640
933 Palestína fram til 70
934 Indland fram til 647
935 Mesópótamía fram til 637
936 Evrópa vestan Ítalíu til 499
937 Ítalíuskagi og Rómaveldi til 476
938 Grikkland fram til 323
939 Önnu landsvæði fram til um 640
940 Saga Evrópu
950 Saga Asíu
960 Saga Afríku
970 Saga Norður-Ameríku
980 Saga Suður-Ameríku
990 Saga annarra heimshluta

Námsbækur í fornleifafræði