Á leitir.is er hægt að sjá hvaða bækur eru til á safninu. Sumar rafbækur eru í séráskrift safnsins og HÍ og því aðeins aðgengilegar á háskólanetinu. Einnig er hægt að panta millisafnalán eða stinga upp á bókakaupum.
Notið leitir.is til að finna bækur. Bækur sem eru aðgengilegar á safninu eru merktar Lbs-Hbs í kerfinu. Sum námskeið eiga fráteknar ákveðnar bækur námskeiða. Þær bækur eru á námsbókasafninu á 4. hæð.
Efni sem er ekki til á safninu er hægt að panta í millisafnaláni á leitir.is. Nánari upplýsingar:
Hægt er að senda beiðni um bókakaup með því að fylla út eyðublað á vef safnsins.
Safnkosturinn er flokkaður eftir Dewey flokkunarkerfinu og raðað í hillur samkvæmt því.
Fornleifafræði flokkast aðallega í 930 og nánar eftir löndum og landsvæðum í fornöld og í nútíma.
930 | Saga fornaldar fram til 499 e.K. |
931 | Kín fram til 420 |
932 | Egyptaland fram til 640 |
933 | Palestína fram til 70 |
934 | Indland fram til 647 |
935 | Mesópótamía fram til 637 |
936 | Evrópa vestan Ítalíu til 499 |
937 | Ítalíuskagi og Rómaveldi til 476 |
938 | Grikkland fram til 323 |
939 | Önnu landsvæði fram til um 640 |
940 | Saga Evrópu |
950 | Saga Asíu |
960 | Saga Afríku |
970 | Saga Norður-Ameríku |
980 | Saga Suður-Ameríku |
990 | Saga annarra heimshluta |
Nemendur eru hvattir til að kynna sér námsbókasafnið og athuga hvort kennarar HÍ hafi óskað eftir að bækur séu fráteknar fyrir tiltekin námskeið.