Skip to main content
site header image

Millisafnalán: Panta frá erlendu safni

Millisafnalán er sú þjónusta að fá að láni frá öðrum söfnum bækur eða greinar úr tímaritum sem ekki eru til á safninu.

Áður en pantað er

Notendum er bent á að athuga vel áður en pöntun er gerð hvort bók eða grein sé til í leitir.is eða í Finna tímarit á vef Landsbókasafns

-

Finna tímarit

Notið Finna tímarit til að finna tiltekið rafrænt tímarit


 

Tímarit á hinum ýmsu fagsviðum má finna undir flipanum Skoða eftir efni veljið viðeigandi fagsvið, Law eða Chemistry eða Earth sciences ... og í dálkinum til hliðar birtast undirflokkarnir

Notið leitir.is til að finna prentuð tímarit í íslenskum söfnum

Notið gagnasöfn eða leitir.is til þess að finna tímaritsgreinar um tiltekið efni.

Hvernig á að panta

Ef efni finnst ekki á Leitir er hægt að biðja um millisafnalán frá erlendu safni með því að smella á Millisafnalán á Leitir.is. Þetta krefst ekki innskráningar.

Pöntunareyðublað

Þá opnast eftirfarandi eyðublað. Athugið að skrifa kennitölu í einni runu, ekki setja bandstrik á milli.

 

Pöntunareyðublað framh.

Athugið að velja Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn úr flettiglugganum Bókasöfn.

Athugið að nota ekki & merkið í beiðniformið, ef það er gert fer beiðnin ekki í gegn og upp koma villuskilaboðin Kannaðu hvort að rétt bókasafn sé valið

Pöntunareyðublað framh.

Þegar búið er að fylla út eyðblaðið er smellt á panta og birtast þá skilaboðin Beiðni hefur verið send og eftir nokkrar sek. lokast glugginn.

Ef panta á meira er ferlið einfaldlega endurtekið.