Skip to main content
site header image

Millisafnalán: Panta frá innlendu safni

Millisafnalán er sú þjónusta að fá að láni frá öðrum söfnum bækur eða greinar úr tímaritum sem ekki eru til á safninu.

Leitir.is


Ef efni er til á öðru innlendu safni er hægt að panta 
það í millisafnaláni beint í gegnum leitir.is

Kanntu á Leitir

Hvernig á að panta

 
Til að panta efni í leitir.is er nauðsynlegt að skrá sig inn. Við innskráningu í Leitir skal slá inn notendanafn og lykilorð sem fylgir bókasafnsskírteini, en um hvort tveggja er hægt að fá upplýsingar með því senda póst á utlan@landsbokasafn.isEkki er tekið við millisafnalánspöntunum í gegnum síma.

1. skref

Í þessu dæmi ætlum við að panta bókina The constitutional and legal rights of women í millisafnaláni. Við byrjum á því að slá inn leitarorð í leitargluggann.

 

2. skref

Við sjáum að bókin birtist efst í niðurstöðum. Við smellum á hana til þess að sjá hvar bókin er aðgengileg.

 

3. skref

Við sjáum að bókin er aðgengileg hjá Háskólanum á Akureyri. Við smellum á BEIÐNI: Millisafnalán til þess að senda inn beiðni.

 

4. skref

Við veljum bók (lán) í efsta sprettiglugganum og smellum á senda beiðni.

5. skref

Lánþegi fær síðan tilkynningu í tölvupósti þegar bókin er komin á safnið og hann getur sótt hana í útlánaborð á 2. hæð Þjóðarbókhlöðu. 

 

6. skref

Ef við viljum sjá hvaða stöðu beiðnin hefur á safninu smellum við á nafnið okkar og Frátektarbeiðnir efst í hægra horninu.

 

7. skref

Þar sjáum við að beiðnin hefur stöðuna . Lánþegi fær tilkynningu í tölvupósti þegar bókin er komin á safnið og hann getur sótt hana í útlánaborð á 2. hæð Þjóðarbókhlöðu.