Skip to main content
site header image

Alþingistíðindi: Vefútgáfa og tilvísanir

útgáfa á þingskjölum og efni þingfunda, leit að efni og tilvísanir í það.

Vefútgáfa 1989-

Vefútgáfa Alþingistíðinda hófst 1989 og er nú undir
Þingufndir og mál á vef Alþingis 

Þingmál
Fyrir hvert þingmál er síða með tenglum í allar ræður og skjöl sem tengjast málinu. Hægt er að nálgast málin úr þingmálalistum og fá yfirlit yfir hvert þing fyrir sig allt aftur til ársins 1907 – veldu löggjafarþing úr felliglugga.

Þingskjöl
Hægt er að leita í þingskjölum með:

 • Einfaldri orðaleit  textum þingskjala frá og með 1946
              
  Veljið löggjafarþing eða tímabil

 • Leit í málaskrám eftir málsheitum og málsnúmerum frá og með 1907 
               Ræðutexti er aðgengilegur aftur til 1939 
               Veljið löggjafarþing eða tímabil.

 • Ítarleit í þingskjölum sem leitar í texta þingskjala frá og með 1946
              
  og í málum og málsheitum frá og með 1907
              Veljið löggjafarþing eða tímabil.

 • Orðaleit í umsögnum leit að erindum og umsögum um þingmál
              frá og með 2001. Eldri erindi eru sett á vefinn skv. beiðni 
              Veljið löggjafarþing eða tímabil

Ræður og þingskjöl þingmanna
Fyrir hvern þingmann er síða, yfirliti yfir þingmenn, með tenglum í þingstörf, ræður og skjöl sem þingmaðurinn hefur flutt.  

Tilvísanir í vefútgáfu Alþingistíðinda – frumvörp og umræður

Þegar vísað er í þingræðu á vef Alþingis þarf að geta þess hvenær upplýsingarnar voru sóttar á vefinn því hugsanlegt er að einhverjar breytingar verði gerðar á textanum. 

Tilvísun til vefútgáfu frumvarps um jarðhitaréttindi á 122. löggjafarþingi yrði þannig:

Frumvarp til laga um jarðhitaréttindi, þskj. 56, 56. mál.
Vefútgáfa Alþingistíðinda, slóð:
http://www.althingi.is/altext/122/s/0056.html.
[Sótt á vefinn 24.11.1998]. 

Bráðabirgðaútgáfa þingræðna er send út á vefinn jafnskjótt og ræður hafa verið ritaðar. Eins og þar kemur fram er óheimilt að vísa til bráðabirgðaútgáfu.

Tilvísun í vefútgáfu af ræðu Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra í utandagskrárumræðum á Alþingi um málefni LÍN yrði þannig:

Björn Bjarnason (1997). Utandagskrárumræður um málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna, 9. október. Vefútgáfa Alþingistíðinda, slóð:
http://www.althingi.is/altext/122/10/r09103704.sgml.
[Sótt á vefinn 24.11.1998].

Sótt á vef Alþingis 31.03 2015

Sjá einnig tilvísanir í prentútgáfu.

Orðskýringar –  við hugtök á vef Alþingis