Skip to main content
site header image

Alþingistíðindi: Tilvísanir í prentútgáfu

útgáfa á þingskjölum og efni þingfunda, leit að efni og tilvísanir í það.

Tilvísanir í efni A-deildar - Þingskjöl

Þingskjöl (A)

Hér á eftir fara dæmi um hvernig vísa má til þingskjala

Þingskjöl prentuð í endanlegri útgáfu Alþingistíðinda (til 136. þings 2008-2009)

Frumvarp til laga um jarðhitaréttindi, þingskjal 56.
Alþingistíðindi 1997–98, 122. löggjafarþing. A. Þingskjöl, bls. 745 –749.
Skammstafað: Frv. til laga um jarðhitaréttindi, þskj. 56. Alþtíð. 1997–98, 122. lögþ. A: 745–749. 

Sérprentuð þingskjöl (lausaskjöl):

Frumvarp til laga um jarðhitaréttindi, 56. mál, þskj. 56. Alþingi 1997–98, 122. löggjafarþing.
Skammstafað: Frv. til laga um jarðhitaréttindi, 56. mál, þskj. 56. Alþingi 1997–98, 122. lögþ. 

 

Sótt á vef Alþingis 31.03 2015
 

Tilvísanir í efni B-deildar - Umræður

Umræður (B)

Umræðum sem fara fram á þingi er skipað í tímaröð eftir því hvenær þær fóru fram. Tölutilvísanir í umræður í efnisyfirliti Alþingistíðinda merkja dálkatal. Fram til ársins 1986 var aðalefnisyfirlit beggja deilda fremst í B-deild

Hér á eftir fer dæmi um hvernig vísa má til umræðna

Í umræðum utan dagskrár 9. október 1997 um málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna sagði Björn Bjarnason menntamálaráðherra: „Það er að koma í ljós á grundvelli stjórnsýslulaga og annarra reglna sem gilda að nauðsynlegt er að fara ofan í margar starfsaðferðir sem gilt hafa í okkar stjórnkerfi og gera þær skýrari."

Tilvísun: Alþingistíðindi 1997– 98, 122. löggjafarþing B. Umræður: 266–267.
Skammstafað: Alþt. 1997–98, 122. lögþ. B.: 266–267. 

Í efnisyfirliti Alþingistíðinda er vísað í umræður í B-hluta með skammstöfuninni umr.: og dálkatal sett þar fyrir aftan. Einfaldast er að vísa í B-hluta þannig:

Alþingistíðindi 1997–1998. 122. lögþ. B. Umr.: 266–267

 Sótt á vef Alþingis 31.03 2015