Skip to main content
site header image

Sálfræði: Bækur

Bækur

Á leitir.is er hægt að sjá hvaða bækur eru tiltækar á safninu. Sumar raf-bækur eru í séráskrift safnsins og HÍ og því aðeins aðgengilegar á háskólanetinu. Einnig er hægt að panta millisafnalán eða stinga upp á bókakaupum.

Leitir.is

Notið leitir.is til að finna bækur. Bækur sem eru aðgengilegar á safninu eru merktar Lbs-Hbs í kerfinu. Sum námskeið eiga fráteknar ákveðnar  bækur námskeiða. Þær bækur eru á námsbókasafninu á 4. hæð.

Millisafnalán

Efni sem er ekki til á safninu er hægt að panta með millisafnaláni á leitir.is. Nánari leiðbeiningar eru í leiðar-vísinum fyrir millisafnalán. 

Bókakaup - tillögur

Hægt er að senda beiðni um bókakaup með því að fylla út eyðublað á vef safnsins.

Námsbókasafn - heilbrigðisvísindasvið

Nemendur eru hvattir til að kynna sér námsbókasafnið og athuga hvort kennarar HÍ hafi óskað eftir að bækur séu fráteknar fyrir tiltekin námskeið.

Bækur - rafrænar

Bækur - prentaðar

Dewey flokkunarkerfið - sálfræði

Safnkosturinn er flokkaður eftir Dewey flokkunarkerfinu og raðað í hillur samkvæmt því.

130  Yfirskilvitleg fyrirbæri

133 Dulsálfræði og dulfræði

150  Sálfræði

152 Skynhrif, hreyfing, geðshræring, hvatir
153 Meðvitund og greind
153.1 Minni og nám
153.4 Hugsun, innsæi, lífsgildi, dómgreind
153.6 Tjáskipti
153.7 Skynjun og skilningur
154 Undirvitund, vitundarstig og vitundarferli
154.2 Undirmeðvitund
155 Mismunar- og þroskasálfræði
155.2 Einstaklingssálfræði
155.4 Barnasálfræði
155.5 Unglingasálfræði
155.6 Sálfræði fullorðinna
156 Samanburðarsálfræði
158 Hagnýt sálfræði
158.2 Mannleg samskipti

610  Heilbrigðisvísindi

616.85 Taugasjúkdómafræði
616.89 Geðlæknisfræði, afbrigðileg sálfræði