Á leitir.is er hægt að sjá hvaða bækur eru til á safninu. Sumar rafbækur eru í séráskrift safnsins og HÍ og því aðeins aðgengilegar á háskólanetinu. Einnig er hægt að panta millisafnalán eða stinga upp á bókakaupum.
Notið leitir.is til að finna bækur. Bækur sem eru aðgengilegar á safninu eru merktar Lbs-Hbs í kerfinu. Sum námskeið eiga fráteknar ákveðnar bækur námskeiða. Þær bækur eru á námsbókasafninu á 4. hæð.
Efni sem er ekki til á safninu er hægt að panta í millisafnaláni á leitir.is. Nánari upplýsingar:
Hægt er að senda beiðni um bókakaup með því að fylla út eyðublað á vef safnsins.
Safnkosturinn er flokkaður eftir Dewey flokkunarkerfinu og raðað í hillur samkvæmt því.
400 | Tungumál |
401 | Málvísindi |
401.8 |
Málnotkun þ.m.t. þýðingar |
Nemendur eru hvattir til að kynna sér námsbókasafnið og athuga hvort kennarar HÍ hafi óskað eftir að bækur séu fráteknar fyrir tiltekin námskeið.