Skip to main content
site header image

Að finna heimildir: Hvaða upplýsingar/heimildir þarftu?

Upplýsingar um safnkost og heimildaleit

Helstu tegundir upplýsinga/heimilda

Bækur, t.d. námsbækur geta gefið gott yfirlit yfir viðfangsefni. Þær innihalda venjulega heimildalista sem nýta má til að skoða viðfangsefnið í víðara samhengi. Margar bækur á rafrænu formi eru í boði fyrir nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands. 

Tímarit innihalda oft nýjar upplýsingar um tiltekin viðfangsefni. Tímaritshefti eru gefin út reglulega - vikulega, mánaðarlega eða árlega, og þar birtast nýjar upplýsingar því fyrr en í bókum þar sem útgáfuferlið er yfirleitt lengra.

Tímaritsgreinar eru skrifaðar af sérfræðingum á einstökum fræðasviðum. Áður en grein er gefin út í vísindatímariti er hún ritrýnd ("peer reviewd"), þ.e. aðrir sérfræðingar meta greinina og mikilvægi hennar fyrir fræðasviðið. Tímaritsgreinum fylgir heimildaskrá sem oft má nota til að rannsaka viðfangsefnið betur. Flest tímarit Lbs-Hbs eru á rafrænu formi. Það þýðir m.a. að þau eru aðgengileg hvar og hvenær sem er og ný hefti útgefenda eru aðgengileg um leið og þau koma út.

Vefsíður. Það er auðvelt að leita að og finna ýmsar upplýsingar á Internetinu. Vegna mikils magns upplýsinga þar getur þó verið erfitt að finna þær upplýsingar sem vantar og enn erfiðara að skilja kjarnann frá hisminu. Þegar leitað er að fræðilegu efni er best að nota Google Scholar.

Allir geta birt upplýsingar á Internetinu og því er sérstaklega mikilvægt að sýna aðgætni og leggja mat á áreiðanleika þeirra upplýsinga sem ætlunin er að nota.

leitir.is er skrá yfir allt efni í eigu íslenskra bókasafna. Best er að nota leitir.is til að finna og staðsetja bækur, rafbækur og aðrar upplýsingar sem eru í eign eða áskrift bókasafnsins. Veljið leitir.is og eins er gott að kynna sér leiðarvísinn leitir.is en þar er að finna leiðbeiningar um leit í skránni.

Kynnið ykkur gagnasöfnin

Kynnið ykkur gagnasöfnin sem safnið veitir aðgang að. Þau eru af ýmsum toga og eru þau stærstu þverfagleg, þ.e. vísa bæði í almennt og fræðiegt efni á ýmsum sviðum. Í slíkum gagnasöfnum er hægt að velja um að leita eingöngu í ritrýndu efni (peer reviewed) eða fræðiritum (scholarly).

Önnur gagnasöfn eru með efni á afmörkuðu fræðasviði.

Veljið heppileg gagnasöfn

Sláið inn orð eða orðasamband sem best lýsir því efni sem finna skal.

Flest gagnasöfn túlka bil á milli orða sem samtenginguna AND sem táknar að bæði/öll orðin þurfa að finnast.

Góð regla er því að setja orðasambönd innan gæsalappa, þ.e. ef finna á greinar þar sem orðin eiga að standa saman í tiltekinni röð. 
  “intelligence measurements”,  “red blood cell”, credit card fraud