Hægt er að leita að einstökum tímaritum og tímaritsgreinum á leitir.is. Aðeins þar er hægt að leita að íslenskum tímaritsgreinum, en ýmis íslensk dagblöð og tímarit eru aðgengileg á tímarit.is.
Auk leitir.is er hægt að leita að erlendum tímaritum og greinum á GoogleScholar, sem leitar eingöngu í fræðilegu og ritrýndu efni, og á vefum einstakra útgefenda. Oftast er hægt að nálgast heildartexta erlendra tímaritsgreina en ef það er ekki hægt minnum við á millisafnalánaþjónustu safnsins. Allar upplýsingar um hana er að finna í leiðarvísinum Millisafnalán.
Í tímaritaskrá safnsins - Finna tímarit, er að finna öll erlend tímarit í áskrift. Þar er einnig að finna úrval tímarita í opnum aðgangi.
Í tímaritaskránni er hægt að leita að einstökum titlum, einstökum greinum (veljið hnappinn "Ná í gögn"), skoða efnisflokka og útgáfurit einstakra útgefenda. Athugið að stundum er sama tímaritið aðgengilegt í fleiri en einu gagnasafni. Þá er gott að skoða útgáfuár hjá viðkomandi áður en valið er af listanum.
Gagnasöfn og leitarvélar auðvelda þér að finna heimildir fyrir verkefni á öllum fræðasviðum. Öll gagnasöfn sem keyptur er aðgangur að er að finna á vefsíðunni Rafræn söfn á vef Landsbókasafns - Háskólabókasafns landsbokasafn.is
Þar er hægt að leita eftir heiti safns, velja námsgrein eða tiltekinn aðgang, t.d. söfn í landsaðgangi. Auk þess eru á listanum nokkur varðveislusöfn og söfn þekktra rannsóknarstofnana.
Helstu leitargáttir:
Þverfagleg söfn og söfn einstakra útgefenda:
Ef bókasafnið kaupir ekki aðgang að greininni er hægt að leita á vefum sem bjóða opinn aðgang