Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.
site header image

Að finna heimildir: Að meta leitarniðurstöður

Upplýsingar um safnkost og heimildaleit

Hvaða upplýsingar standast fræðilegar gæðakröfur?

Að geta metið gæði upplýsinga er lykilatriði í heimildavinnu.

Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar leitað er á Internetinu, t.d. í leitarvél á borð við Google. Á meðan námsbækur og vísindatímarit hafa yfirleitt farið í gegnum ritstýringu og ritrýni er óvíst með slíkt þegar kemur að efni á Internetinu. Það er því gott að huga sérstaklega vel að efni sem sótt er á vefsíður og nota eftirtalin atriði til að leggja mat á það:

1. Hvenær birtust upplýsingarnar

 • Eru þær nýjar?
 • Hafa þær verið endurskoðaðar eða uppfærðar?
 • Kallar viðfangsefnið á nýjar upplýsingar eða duga eldri allt eins vel?
 • Virka krækjur á síðunni og á hvers konar efni vísa þær?

2. Hafa upplýsingarnar vægi fyrir þína rannsókn/verkefni?

 • Tengjast upplýsingarnar viðfangsefninu eða svara þær spurningu þinni?
 • Hverjum eru upplýsingarnar ætlaðar?
 • Gætir þú fundið öruggari upplýsingar til að nota í staðinn, m.t.t. fræðilegra gæða?

3. Hver ber ábyrgð á efninu?

 • Hver er höfundur/útgefandi?
 • Hefur höfundur sérfræðiþekkingu á viðkomandi efni, hefur hann skrifað meira um það?
 • Hvaða stofnun tengist hann eða starfar hjá?
 • Er vefurinn sem birtir efnið traustur, t.d. háskólastofnun eða önnur menntastofnun, opinber stofnun, félagasamtök eða er um fyrirtæki að ræða? Endingar vefslóða gefa vísbendingu um þetta (.edu = menntastofnun, .gov = opinber stofnun, .org = félagasamtök, .com = fyrirtæki).
 • Eru upplýsingar um tengilið á síðunni og hægt að setja sig í samband við viðkomandi, t.d. útgefanda eða höfund?

4. Er umfjöllunin áreiðanleg og rétt?

 • Er vitnað til heimilda?
 • Hefur efnið verið ritrýnt?
 • Er hægt að sannreyna upplýsingarnar?
 • ​Hvernig er framsetning, t.d. stafsetning og málfar?
 • Hver er tilgangur viðkomandi vefs (að fræða, persónuleg skoðun, selja vöru eða þjónustu?​

Er fréttin fölsk?