Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.
site header image

Að finna heimildir: Tegundir heimilda

Upplýsingar um safnkost og heimildaleit

Tegundir heimilda

Heimildir eru almennt flokkaðar í þrjá flokka eftir nálægð við upprunalegt viðfangsefni:

Frumheimildir (e. primary souces)

Frumheimildir eru frásagnir eða skrásetning þess þegar atburður átti sér stað, hugmynd eða kenning varð til, án nokkurrar seinni tíma túlkunar eða athugasemda og byggist ekki á annarri heimild.

Dæmi:

 • frásagnir sjónarvotta
 • handrit og skjöl
 • sendibréf og dagbækur
 • myndverk
 • skáldverk
 • rannsóknarniðurstöður
 • viðtöl

Eftirheimildir, annars stigs (e. secondary sources)

Eftirheimildir, annars stigs byggjast á öðrum heimildum og innihalda túlkun, umfjöllun, úrvinnslu og greiningu á þeim

Dæmi:

 • kennslubækur
 • bækur og tímarit sem innihalda ekki nýjar rannsóknir 

Eftirheimildir, þriðja stigs (e. tertiary sourcs)

Þessar eftirheimildir samanstanda af upplýsingum sem hefur verið safnað saman, skipulagðar og flokkaðar. Þær innihalda sjaldnast umfjallanir eða athugasemdir. Eftirheimildir þessarar gerðar geta bæði tekið til frumheimilda og eftirheimilda annars stigs.

Dæmi:

 • Orðabækur og uppsláttarrit
 • Tilvísana- og útdráttasöfn
 • Skrár