Skip to main content

Jarðvísindi: Bækur

Bækur

Á leitir.is er hægt að sjá hvaða bækur eru til á safninu. Sumar rafbækur eru í séráskrift safnsins og HÍ og því aðeins aðgengilegar á háskólanetinu. Einnig er hægt að panta millisafnalán eða stinga upp á bókakaupum.

Leitir.is

Notið leitir.is til að finna bækur. Bækur sem eru aðgengilegar á safninu eru merktar Lbs-Hbs í kerfinu. Sum námskeið eiga fráteknar ákveðnar  bækur námskeiða. Þær bækur eru á námsbókasafninu á 4. hæð.

Millisafnalán

Efni sem er ekki til á safninu er hægt að panta með millisafnaláni á leitir.is. Nánari leiðbeiningar eru í leiðar-vísinum fyrir millisafnalán. 

Bókakaup - tillögur

Hægt er að senda beiðni um bókakaup með því að fylla út eyðublað á vef safnsins.

Námsbókasafn - verkfræði- og náttúruvísindasvið

Nemendur eru hvattir til að kynna sér námsbókasafnið og athuga hvort kennarar HÍ hafi óskað eftir að bækur séu fráteknar fyrir tiltekin námskeið.

Bækur - prentaðar

Dewey flokkunarkerfið - jarðvísindi

Safnkosturinn er flokkaður eftir Dewey flokkunarkerfinu og raðað í hillur samkvæmt því.

Félagsvísindi

333 Auðlindahagfræði
333.7 Náttúruauðlindir og orka

Raunvísindi

540 Efnafræði og skyldargreinar
548 Kristallafræði
549 Steindafræði
550 Jarðvísindi
551 Jarðfræði, vatnafræði, veðurfræði
551.1 Gerð og eiginleikar jarðar
551.2 Innræn öfl
551.21 Eldfjöll
551.22 Jarðskjálftar
551.23 Jarðhiti
551.3 Útræn öfl
551.31 Jarðfræðileg áhrif íss, jöklafræði
551.4 Landmótunarfræði og vatnahvolf
551.4608 Neðansjávarjarðfræði
551.461 Atlantshafið
551.48 Vatnafræði
552 Bergfræði
552.1 Storkuberg
552.2 Gosberg
552.3 Djúpberg
552.4 Myndbreytt berg
553 Hagræn jarðfræði
553.2 Kolefni
553.28 Olía
554 Jarðvísindi Evrópu
554.91 Jarðvísindi Íslands
555 Jarðvísindi Asíu
556 Jarðvísindi Afríku
557 Jarðvísindi N-Ameríku
558 Jarðvísindi S-Ameríku
559 Jarðvísindi Ástralíu og annarra svæða
560 Steingervingafræði

Tækni (hagnýt vísindi)

624.151 Mannvirkjajarðfræði