Hvað er Skemman.is og hvers vegna?
Skemman er rafrænt varðveislusafn sem heldur utan um lokaverkefni nemenda og rannsóknarrit kennara og fræðimanna
Heilbrigðisvísindasvið
Samkvæmt breytingu á 54. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 sem samþykkt var í háskólaráði 3. desember 2015 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 22. desember skulu stúdentar skila lokaritgerðum á bakkalár- og meistarastigi rafrænt í gagnakerfið Skemman.is sem vistað er hjá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni á formi sem safnið ákveður.
Doktorsritgerðir falla ekki undir þetta ákvæði.
Frá 2015 eru doktorsritgerðir skrifaðar við íslenska háskóla vistaðar í varðveislusafinu Opin vísindi sjá leiðbeiningar í Áttavita.
Þrjár deildir hafa samþykkt reglur um aðgang að lokaritgerðum í Skemmunni. Það eru:
Almennt skal aðgangur að lokaritgerðum vera opinn, en ef talið er mikilvægt að loka aðgangi tímabundið þá þarf að færa rök fyrir því og deildarforseti og leiðbeinandi þurfa að vera því meðmæltir