Skip to main content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.
site header image

Skemman, verkefnaskil: Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna

Skemman er rafrænt varðveislusafn fyrir lokaritgerðir íslensku háskólanna. Ath. að doktorsritgerðir eru skráðar í opinvisindi.is sjá leiðbeiningar https://libguides.landsbokasafn.is/c.php?g=710965&p=5057895

Skil á lokaverkefnum við Háskóla Íslands

Nemandi sem hyggst útskrifast frá Háskóla Íslands skal skila rafrænu eintaki af lokaverkefni sínu í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna nemenda og rita kennara við alla háskóla á Íslandi. 

Ritgerð skal skilað í pdf-formi fyrir skiladag viðkomandi deildar ásamt rafrænni yfirlýsingu um meðferð verkefnisins.

Ef yfirlýsingin er opnuð í Acrobat Reader er hægt að fylla hana út rafrænt með því að velja "Tools" og "Fill & Sign". Prentið hana svo út, undirritið og skilið rafrænt í Skemmuna sem sérskjali með ritgerðinni í skrefi 2. 

Annars er yfirlýsingin prentuð út, fyllt út, undirrituð og skilað í Skemmuna sem sérskjali með ritgerðinni í skrefi 2. Þar er hægt að hlaða upp mörgum skrám en aðeins einni í einu.

  • Athugið að ritgerðin sem skilað er sé örugglega lokagerð ritgerðarinnar. Ef mistök í skilum eiga sér stað er hægt að biðja um að skjölum sé skipt út einu sinni fyrir útskrift. Sendið þá póst á hi@skemman.is .
     
  • Eftir útskrift er ekki lengur mögulegt að skipta út skjölum

Byrjið á að setja ritgerðina og yfirlýsinguna í pdf-form.