Skip to main content
site header image

Opin vísindi: OA hugtök

Opin vísindi er stafrænt varðveislusafn fyrir ritrýndar vísindagreinar og efni sem birtist á vegum íslenskra háskóla

Nokkur OA hugtök

​Opinn aðgangur (Open Access): Markmið opins aðgangs er að niðurstöður rannsókna sem fjármagnaðar eru af opinberu fé séu aðgengilegar á rafrænu formi með eins víðtækum og einföldum hætti og kostur er og nýtanlegar sem flestum án endurgjalds. Höfundar- eða birtingarréttur breytist ekki við útgáfu í opnum aðgangi. Opinn aðgangur stuðlar að því að efla vísinda- og fræðastarf en tilgangurinn er að hraða framþróun í vísindastarfi í allra þágu. Efni í opnum aðgangi er m.a. rannsóknarniðurstöður, rannsóknargögn, lýsigögn og stafræn framsetning texta og myndefnis. Til eru nokkrar leiðir til að ná fram markmiðum opins aðgangs.

Græna leiðin (Green Open Access) Handrit að grein er birt og gert aðgengilegt í  varðveislusafni (t.d. Opin vísindi), samhliða birtingu annars staðar. Höfundur sendir varðveislusafninu lokagerð handrits (pre-print) eða ritrýnt lokahandrit (post-print/accepted manuscript) sem tilbúið er til birtingar. Greinin er síðan gefin út í áskriftartímariti en er jafnframt aðgengileg í Opnum aðgangi í varðveislusafninu. Stundum er birtingartöf á efni sé þessi leið farinn, en það er mismunandi eftir útgefendum

Upplýsingar um útgáfustefnu einstakra tímarita, birtingartöf og hvaða útgáfu greina má vista í varðveislusöfnum er hægt að nálgast hjá SherpaRomeo

Gullna leiðin (Gold Open Access) Grein kemur út í Opnum aðgangi í tímarit án endurgjalds eða hindrana fyrir notandann. Hins vegar getur kostnaður lagst á höfunda, svokölluð þjónustugjöld vegna birtinga (Article processing charge  - APC).

Demanta leiðin (Diamond Open Access) Opinn aðgangur með gullnu leiðinni nema engin þjónustugjöld vegna birtinga leggjast á höfunda. Höfundur heldur að jafnaði höfundarréttinum, í stað þess að framselja réttinn til útgefanda eins og í hefðbundinni útgáfu. Fjölmörg ritrýnd gæðatímarit eru í opnum aðgangi. Nálgast má upplýsingar um þau í Directory of Open Access Journals

Blandaða gullna leiðin (Hybrid Gold Access) Grein kemur út í hefðbundnu áskriftartímariti en höfundur borgar útgefandanum þjónustugjald (APC) fyrir birtingu í Opnum aðgangi

 

Óritrýnt handrit (Pre-Print) að grein sem hefur verið samþykkt til útgáfu í tímariti, er lokauppkast að vísindagrein sem höfundur skilar til útgefanda og á eftir að ritrýna.

Lokagerð höfundar (Post-Print) Rafræn útgáfa af ritrýndri fræðigrein sem hefur verið samþykkt til útgáfu af vísindatímariti, er lokaútgáfa af greininni og er í uppsetningu höfundar.

Útgefin grein (Publisher's Versionmeð útliti úr tímariti, um er að ræða greinina eins og hún lítur út í umbroti útgefanda.

(sjá nánar um pre-print og post-print hjá SherpaRomeo)

DOI-númer (Digital Object Identifier) eeru alþjóðleg og varanleg auðkennisnúmer sem sett eru á rafrænar greinar, alltaf er hægt að finna greinarnar þrátt fyrir að hefðbundin vefslóð (URL) þeirra breytist.

 

Heimildir:

Opinn Aðgangur á Íslandi. (2013). Hvað er OA? http://opinnadgangur.is/hvad-er/

Sigurbjörg Jóhannesdóttir. (2015). Opinn aðgangur að rannsóknum: tækifæri og áskoranir fyrir háskólasamfélagið á Íslandi. M.Ed. Ritgerð. Menntavísindasvið Háskóla Íslands.