Skip to main content
site header image

Opin vísindi: Skil - Doktorsritgerðir

Opin vísindi er stafrænt varðveislusafn fyrir ritrýndar vísindagreinar og efni sem birtist á vegum íslenskra háskóla

Hefja innsendingu (skref 1)

Áður en innsending hefst þarf að nýskrá sig á vefinn (sjá Skil - Innskráning)

Eftir Innskráningu er smellt á Innsendingar undir Reikningurinn minn og þá á Þú getur hafið nýja innsendingu.

Veljið viðeigandi Safn úr flettiglugganum og smellið á Næsta skref. Þar sem Doktorsritgerðir innhalda hvorki DOI né WoS númer er smellt á Næsta skref.

Fyllið út hver er Höfundar doktorsritgerðar (ef höfundur er með ORCID ID á að skrá það, sjá leiðbeiningar) og hver var Leiðbeinandi

Sláið inn Titill og Útgáfudagsetningu.

Veljið ISBN númer úr flettiglugganum í Auðkenni, sláið inn og smellið á Bæta við.

 

Veljið Doktorsritgerð úr flettiglugganum í Tegund.

 

 

Veljið loks aðal tungumál ritgerðarinnar og smellið á Næsta skref.

Skref 2

Skráið Háskóla, Svið og Deild (þar sem við á)

Valfrjálst er að setja Efnisorð.

Skráið Útdrátt , hægt er að Bæta við ef útdráttur er á fleiri en einu tungumáli

Lokst er smellt á Næsta skref

Hlaða upp og Aðgangstöf

Skrár eiga að vera á PDF formi

Oft er ekki búið að birta allar greinar í doktorsritgerðinni þegar henni er skilað. Í slíkum tilvikum er leyfilegt að loka ritgerð tímabundið. Vinsamlega tilgreinið hvenær birting er leyfileg. Ekki er hægt að loka efni lengur en tvö ár. Einnig er möguleiki á að hafa hluta ritgerðar opin og hluta hennar lokaðan, og er þá hlutum skilað inn í tveimur PDF skjölum. Hægt er að athuga aðgangsheimildir útgefanda hér http://www.sherpa.ac.uk/romeo/index.php.

Vinsamlega farið vel yfir og athugið að allt sé rétt og leiðréttið eftir þörfum

Þegar skilmálar hafa verið samþykktir fer ritgerðin til yfirferðar. Þegar ritgerðin hefur verið samþykkt færð þú tölvupóst og ritgerðin birtist og verður leitarbær á Opin Vísindi.