Ekki þarf að skrá sig inn til að leita á vefnum leitir.is.
Innskráning er nauðsynleg til þess að skoða útlán, endurnýja útlán og taka frá efni.
Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um það hvernig á að skrá sig inn í þremur einföldum skrefum.
Fyrst smellum við á innskráning á forsíðunni.
Síðan sláum við inn notandanafn og lykilorð. Notandanafn er kennitala og lykilorðið færðu í útlánaborði á safninu. Nemendur og starfsfólk við íslenska háskóla geta fengið aðgang að rafrænum séráskriftum utan háskólanetsins með því að velja sinn háskóla í neðsta flettiglugganum.
Þegar innskráningu er lokið birtist nafnið þitt efst í hægra horninu.