Skip to main content
site header image

Leitir.is: Endurnýjun

Leiðbeiningar um leitir.is,

1. skref

Fyrst smellum við á innskráning á forsíðunni.

2. skref

Síðan sláum við inn notandanafn og lykilorð. Notandanafn er kennitala og lykilorðið færðu í útlánaborði á safninu. Nemendur og starfsfólk við íslenska háskóla geta fengið aðgang að rafrænum séráskriftum utan háskólanetsins með því að velja sinn háskóla í neðsta flettiglugganum. 

3. skref

Þegar innskráningu er lokið birtist nafnið þitt efst í hægra horninu.

4. skref

Næst smellum við á notendanafnið og síðan á smellum við á mínar síður.

5. skref

Síðan smellum við á útlán.

6. skref

Nú getum við smellt á endurnýja til þess að endurnýja einstaka bækur eða endurnýja allt til þess að endurnýja allar þær bækur sem við erum með í útláni.