Fyrst smellum við á innskráning á forsíðunni.
Síðan sláum við inn notandanafn og lykilorð. Notandanafn er kennitala og lykilorðið færðu í útlánaborði á safninu. Nemendur og starfsfólk við íslenska háskóla geta fengið aðgang að rafrænum séráskriftum utan háskólanetsins með því að velja sinn háskóla í neðsta flettiglugganum.
Þegar innskráningu er lokið birtist nafnið þitt efst í hægra horninu.
Við sláum inn leitarorð í leitargluggann og smellum á stækkunarglerið.
Við smellum á bókina til þess að sjá hvar hún er aðgengileg.
Við sjáum að bókin er í útláni til 01/03/20 með því að líta á Staða/skilad. Við smellum á frátekt.
Næst smellum við á senda beiðni.
Ef allt gengur upp ætti grænn borði með textanum aðgerðin tókst að birtast.
Ef við viljum sjá hver staða frátektarinnar er þá smellum við á notendanafnið og síðan á frátektarbeiðnir.
Þar er hægt að sjá stöðu frátektarinnar.