Skip to main content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.
site header image

Leitir.is: Ítarleg leit

Leiðbeiningar um leitir.is,

Ítarleg leit

Ítarleg leit býður upp á fleiri valmöguleika en einföld leit. Hér fyrir neðan er dæmi um það hvernig hægt er að nota ítarlega leit til þess að finna efni.

1. skref

Fyrst smellum við á Ítarleg leit á forsíðunni.

2. skref

Ítarleg leit býður upp á marga valkosti. Í þessu dæmi ætlum við að reyna að finna japanska þýðingu á Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Við byrjum á því að velja titill í felliglugganum efst til vinstri. Næst skrifum við Heimskringla í leitargluggann og síðan veljum við bækur í efnistegund og japanska í tungumál. Þegar þessu er lokið smellum við á leita.

3. skref

Leitin skilaði einni niðurstöðu. Við smellum á bókina til þess að sjá hvar hún er aðgengileg.

4. skref

Bækur á safninu eru merktar Lbs-Hbs. Ef við fáum fleiri en eina niðurstöðu er best að byrja á því að velja Lbs-Hbs Þjóðarbókhlaða. Við staðsetninguna stendur aðgengilegt sem þýðir að bókin er ekki í útláni. Við getum því smellt á Lbs-Hbs Þjóðarbókhlaða til þess að fá ítarlegri upplýsingar um bókina.

5. skref

Þegar við erum búin að smella á  Lbs-Hbs Þjóðarbókhlaða birtast ítarlegri upplýsingar um bókina. Það er til eitt eintak af bókinni á 4. hæð. Hillustaðsetningin er 819.3 Sno. Bókin er til útláns í 30 daga og eintakið er Í hillu. Í þessu tilviki getur lánþegi fundið eintakið í hillu og fengið það til útláns í útlánaborði eða í sjálfsafgreiðsluvél.