Hægt er að þrengja leitarniðurstöður á marga vegu. Í þessu dæmi ætlum við að reyna að finna japanska þýðingu á Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Við byrjum á því að slá inn leitarorð í leitargluggann og smellum á stækkunarglerið.
Leitin skilaði 1.148 niðurstöðum. Við notum þrengja leitarniðurstöður vinstra megin á síðunni til þess að afmarka leitina betur. Fjöldi niðurstaðna fyrir hvern valmöguleika stendur síðan í sviga fyrir aftan hvern valmöguleika.
Við byrjum á því að smella á bækur og fáum þannig 608 niðurstöður.
Næst förum við undir tungumál og smellum á sýna meira.
Undir Tungumál veljum við japanska og fáum þannig 1 niðurstöðu.
Við smellum á bókina til þess að sjá hvar hún er aðgengileg.
Bækur á safninu eru merktar Lbs-Hbs. Ef við fáum fleiri en eina niðurstöðu er best að byrja á því að velja Lbs-Hbs Þjóðarbókhlaða. Við staðsetninguna stendur aðgengilegt sem þýðir að bókin er ekki í útláni. Við getum því smellt á Lbs-Hbs Þjóðarbókhlaða til þess að fá ítarlegri upplýsingar um bókina.
Þegar við erum búin að smella á plúsmerkið sjást ítarlegri upplýsingar um bókina. Það er til eitt eintak af bókinni á 4. hæð. Hillustaðsetningin er 819.3 Sno. Bókin er til útláns í 30 daga eintakið er Í hillu. Í þessu tilviki getur lánþegi fundið eintakið í hillu og fengið það til útláns í útlánaborði eða í sjálfsafgreiðsluvél.