Leitir.is er safngátt íslenskra bókasafna og því getur verið hentugt að afmarka leit við þær bækur sem eru til innan tiltekins safns. Í þessu dæmi ætlum við að reyna að finna skáldsögur eftir John Steinbeck á Landsbókasafni - Háskólabókasafni. Við byrjum á því að smella á velja safn á forsíðunni.
Næst smellum við á háskólar.
Við smellum á allt efni í Gegni og Lbs-Hbs - öll útibú úr fellilistanum.
Við sláum inn leitarorð í leitargluggann og smellum á stækkunarglerið.
Næst finnum við valmöguleikann höfundur undir þrengja leitarniðurstöður vinstra megin á síðunni og smellum á Steinbeck, John.
Síðan förum við undir bókmenntagrein og smellum á skáldsögur.
Nú ættu niðurstöðurnar að sýna allar skáldsögur eftir John Steinbeck sem til eru á safninu. Næst efsta niðurstaðan er bókin Cannery row. Við smellum á bókina til þess að sjá þær útgáfur sem eru til á safninu.
Við sjáum tvær útgáfur sem til eru á safninu. Eina frá árinu 1946 og aðra frá árinu 1945. Við smellum á bókina frá 1946 til þess að sjá hvar hún sé aðgengileg.
Við sjáum að bókin er á Þjóðarbókhlöðu á 4. hæð. Hillustaðsetningin er 823 Ste. Bókin er til útláns í 30 daga og eintakið er Í hillu. Í þessu tilviki getur lánþegi fundið eintakið í hillu og fengið það til útláns í útlánaborði eða í sjálfsafgreiðsluvél.