Skip to main content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.
site header image

Leitir.is: Staðsetningar

Leiðbeiningar um leitir.is,

Hvar er efnið? Staðsetningar

Til þess að finna gögn, þarf að skoða þrjú atriði; staðsetningu, hillustaðsetningu og stöðu/skiladag. Á myndinni hér fyrir neðan er bókin á 4. hæð á Þjóðarbókhlöðu. Hillustaðsetningin er 823 Ste og eintakið er Í hillu

Staðsetning - Lbs-Hbs Þjóðarbókhlaða

4. hæð - Efnið er á 4. hæð Þjóðarbókhlöðu.

3. hæð - Efnið er á 3. hæð Þjóðarbókhlöðu.

Námsbókasafn - Efnið er á námsbókasafni á 4. hæð Þjóðarbókhlöðu hjá útlánaborði. Til þess að sjá hvar á námsbókasafninu efnið er að finna er hægt að smella á Staða/skilad til þess að finna ítarlegri upplýsingar um staðsetningu. Þar er hægt að finna námskeiðsnúmer undir Staðsetning 2.

Handbókasafn - Efnið er á handbókasafni á 2. hæð Þjóðarbókhlöðu.

Geymsla - Efnið er í geymslu. Það er hægt að biðja um bækur úr geymslu í útlánaborði á 2. hæð Þjóðarbókhlöðu.

Staðsetning - Lbs-Hbs Önnur söfn

Íslandssafn - Efnið er á Íslandssafni. Það er hægt að biðja um flest efni úr Íslandssafni  í afgreiðsluborði á 1. hæð Þjóðarbókhlöðu.

Íslandssafn/Tón- og myndsafn - Efnið er á Tón- og myndsafni á 4. hæð Þjóðarbókhlöðu.

Handritasafn - Efnið er á Handritasafni. Það er hægt að biðja um handrit úr handritasafni á lestrarsal handritasafns á 1. hæð Þjóðarbókhlöðu. 

Lögberg - Efnið er á Lagabókasafni í Lögbergi. Lagabókasafnið er á 3. hæð og safngögn eru eingöngu lánuð út til starfsmanna og nemenda lagadeildar Háskóla Íslands.

Mjódd - Efnið er í geymslu safnsins í Mjódd. Það er hægt að biðja um bækur úr Mjódd í útlánaborði á 2. hæð Þjóðarbókhlöðu

Tæknigarður - Efnið er í Tæknigarði. Það er hægt að biðja um bækur úr Tæknigarði í útlánaborði á 2. hæð Þjóðarbókhlöðu.

Varaeintakasafn - Efnið er í varaeintakasafni í Reykholti. Efni í varaeintakasafni er ekki lánað út.

Hillustaðsetning

Bækur á safninu eru flokkaðar samkvæmt Flokkunarkerfi Deweys. Kerfið skiptist í 10 aðalflokka sem eru:

000 Almennt efni

100 Heimspeki, sálfræði

200 Trúarbrögð

300 Félagsvísindi

400 Tungumál

500 Raunvísindi

600 Tækni (hagnýt vísindi)

700 Listir Skemmtanir Íþróttir

800 Bókmenntir og stílfræði

900 Landafræði og sagnfræði

Á 3. hæð Þjóðarbókhlöðu má finna bækur í flokkum 000-199 og á 4. hæð má finna bækur í flokkum 200-999.

Við þjónustuborð á 2. hæð er að finna handhægan bækling um flokkunarkerfi Deweys.

Staða

Í hillu - Efnið er í hillu. Í þessu tilviki getur lánþegi fundið eintakið í hillu og fengið það til útláns í útlánaborði eða í sjálfsafgreiðsluvél.

01/01/18 23:59  - Efnið er í útláni og dagsetningin er skiladagur. Ef lánþegi tekur bókina frá fær hann tölvupóst þegar bókinni er skilað.

01/01/18 23:59; Frátekið - Efnið er í útláni, dagsetningin er skiladagur og annar lánþegi er búinn að taka bókina frá. Ef lánþegi tekur bókina frá fer hann í röð og fær tölvupóst þegar sá sem er á undan honum í röðinni er búinn að skila bókinni.