Skip to main content
site header image

Leitir.is: Staðsetningar

Leiðbeiningar um leitir.is,

Hvar er efnið? Staðsetningar

Til þess að finna gögn, þarf að skoða þrjú atriði; staðsetningu, hillustaðsetningu og stöðu/skiladag. Á myndinni hér fyrir neðan er bókin á 4. hæð á Þjóðarbókhlöðu. Hillustaðsetningin er 823 Ste og eintakið er Í hillu

Staðsetning - Lbs-Hbs Þjóðarbókhlaða

4. hæð - Efnið er á 4. hæð Þjóðarbókhlöðu.

3. hæð - Efnið er á 3. hæð Þjóðarbókhlöðu.

Námsbókasafn - Efnið er á námsbókasafni á 4. hæð Þjóðarbókhlöðu hjá útlánaborði. Til þess að sjá hvar á námsbókasafninu efnið er að finna er hægt að smella á Staða/skilad til þess að finna ítarlegri upplýsingar um staðsetningu. Þar er hægt að finna námskeiðsnúmer undir Staðsetning 2.

Handbókasafn - Efnið er á handbókasafni á 2. hæð Þjóðarbókhlöðu.

Geymsla - Efnið er í geymslu. Það er hægt að biðja um bækur úr geymslu í útlánaborði á 2. hæð Þjóðarbókhlöðu.

Staðsetning - Lbs-Hbs Önnur söfn

Íslandssafn - Efnið er á Íslandssafni. Það er hægt að biðja um flest efni úr Íslandssafni  í afgreiðsluborði á 1. hæð Þjóðarbókhlöðu.

Íslandssafn/Tón- og myndsafn - Efnið er á Tón- og myndsafni á 4. hæð Þjóðarbókhlöðu.

Handritasafn - Efnið er á Handritasafni. Það er hægt að biðja um handrit úr handritasafni á lestrarsal handritasafns á 1. hæð Þjóðarbókhlöðu. 

Lögberg - Efnið er á Lagabókasafni í Lögbergi. Lagabókasafnið er á 3. hæð og safngögn eru eingöngu lánuð út til starfsmanna og nemenda lagadeildar Háskóla Íslands.

Mjódd - Efnið er í geymslu safnsins í Mjódd. Það er hægt að biðja um bækur úr Mjódd í útlánaborði á 2. hæð Þjóðarbókhlöðu

Tæknigarður - Efnið er í Tæknigarði. Það er hægt að biðja um bækur úr Tæknigarði í útlánaborði á 2. hæð Þjóðarbókhlöðu.

Varaeintakasafn - Efnið er í varaeintakasafni í Reykholti. Efni í varaeintakasafni er ekki lánað út.

Hillustaðsetning

Bækur á safninu eru flokkaðar samkvæmt Flokkunarkerfi Deweys. Kerfið skiptist í 10 aðalflokka sem eru:

000 Almennt efni

100 Heimspeki, sálfræði

200 Trúarbrögð

300 Félagsvísindi

400 Tungumál

500 Raunvísindi

600 Tækni (hagnýt vísindi)

700 Listir Skemmtanir Íþróttir

800 Bókmenntir og stílfræði

900 Landafræði og sagnfræði

Á 3. hæð Þjóðarbókhlöðu má finna bækur í flokkum 000-199 og á 4. hæð má finna bækur í flokkum 200-999.

Við þjónustuborð á 2. hæð er að finna handhægan bækling um flokkunarkerfi Deweys.

Staða

Í hillu - Efnið er í hillu. Í þessu tilviki getur lánþegi fundið eintakið í hillu og fengið það til útláns í útlánaborði eða í sjálfsafgreiðsluvél.

01/01/18 23:59  - Efnið er í útláni og dagsetningin er skiladagur. Ef lánþegi tekur bókina frá fær hann tölvupóst þegar bókinni er skilað.

01/01/18 23:59; Frátekið - Efnið er í útláni, dagsetningin er skiladagur og annar lánþegi er búinn að taka bókina frá. Ef lánþegi tekur bókina frá fer hann í röð og fær tölvupóst þegar sá sem er á undan honum í röðinni er búinn að skila bókinni.