Í þessu dæmi ætlum við að finna greinina Intrusion triggering of the 2010 Eyjafjallajökull explosive eruption sem birtist í tímaritinu Nature árið 2010. Fyrst sláum við inn leitarorð í leitargluggann og smellum á stækkunarglerið.
Við sjáum að greinin birtist efst í niðurstöðum. Við smellum á aðgangur að heildartexta til þess að sjá hvar hún sé aðgengileg.
Við sjáum að greinin er aðgengileg í fjórum gagnasöfnum. Við smellum á sjá eða go hjá ProQuest Central til þess að opna greinina í viðkomandi gagnasafni.
Í þessu tilviki getum við síðan smellt á Full Text - PDF til þess að skoða PDF-útgáfu af greininni.