Skip to main content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.
site header image

Heimildaskráning - EndNote: Skráning heimilda

Leiðbeiningar fyrir EndNote heimildaskráningaforritið

Heimildasafnið

Það þarf að búa til nýtt heimildasafn (Library) í byrjun með því að smella á File  New. Mælt er með því að nota aðeins eitt heimildasafn í stað þess að dreifa heimildum á mörg söfn (Library).

Hægt er að nota möppur eða gefa heimildum efnisorð til að skipuleggja heimildirnar, t.d. eftir efni eða námskeiðum. Gott er að vista t.d. undir Documents frekar en á Desktop.

Handskráning heimilda í Mac

Smellið á þetta tákn eða ýtið á cmd og N:

Þá er hægt að velja tegund heimildar (Reference Type) og fylla í reitina. Athugið að það þarf að hafa kommu á eftir nafni Íslendinga til að nafnið birtist rétt:

  • Yrsa Sigurðardóttir,

Heimild sótt úr gagnasafni

Misjafnt er eftir gagnasöfnum hvernig á að sækja heimildir í EndNote en algengt er að sjá t.d.

  • Export Citation
  • Export/Save
  • Cite

Algengar skrár sem hægt er að velja eru t.d.:

  • .ENL (EndNote skrá)
  • .RIS (almenn skrá fyrir heimildaforrit)

Betra er að sækja heimildir úr gagnasöfnunum þar sem þær eru geymdar en á Leitir.is en möguleikinn er þó til staðar.

Dæmi úr Leitir.is

Smella á Nánar þegar efni er valið og velja Flytja út RIS. 

Nóg er að smella á Ok, ekki þarf að breyta um kóða eins og sést hér fyrir neðan. 

 

Yfirleitt þarf að laga til heimildir sem fengnar eru úr Leitir.is með þessum hætti. 

Dæmi úr ProQuest

Smella á Save þegar grein er valin:

 

Og þá birtist eftirfarandi gluggi, nóg er að velja Continue til að vista heimildina

Og þá er hægt að opna RIS skrána í EndNote. Athugið að oft þarf að laga URL þegar sótt er t.d. úr ProQuest. Þá þarf einfaldlega að taka út þann hluta sem er óþarfur, t.d. er tengillinn að „?accountid“ í fyrstu línunni hér að neðan nóg: