Skip to main content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.
site header image

Heimildaskráning - EndNote: Möppur (Groups)

Leiðbeiningar fyrir EndNote heimildaskráningaforritið

Hefðbundnar möppur

Við búum til hefðbundnar möppur með því að hægrismella á My Groups og velja Create Group en einnig er hægt að velja það í efst í Groups > Create Group. 

Hér er búið að gera nokkar möppur: Lokaverkefni, Málstofa A, Málstofa B og Vinnulagskúrs. Mappan fyrir lokaverkefni er valin og við sjáum þær heimildir til hliðar. Í Unfiled eru tvær heimildir en það er ekki búið að setja þær í neinar möppur. Athugið að ekki er mælt með því að setja hverja heimild í margar möppur.

 

Snjallmöppur

Við búum til snjallmöppur nokkurn veginn eins og hefðbundnar en við veljum Create Smart Group þar. Þá opnast gluggi sem leyfir okkur að velja nafn á möppunni og hvernig við viljum hafa hana. Hér er búið að gera möppu sem heitir einfaldlega Upplýsingafræði og í Any Field er búið að skrifa upplýsingafræði þannig að ef orðið upplýsingafræði kemur einhvers staðar fyrir fer heimildin sjálfkrafa í viðkomandi möppu. Hægt er að velja t.d. höfund, titil, efnisorð og fleira.