Skip to Main Content
site header image

Heimildaskráning - EndNote: Möppur (Groups)

Leiðbeiningar fyrir EndNote heimildaskráningaforritið

Hefðbundnar möppur

Við búum til hefðbundnar möppur með því að hægrismella á My Groups og velja Create Group en einnig er hægt að velja það í efst í Groups > Create Group. 

Hér er búið að gera nokkar möppur: Málstofa A, MA-ritgerð og Vinnulagskúrs. Mappan fyrir MA-ritgerð er valin og við sjáum þær heimildir til hliðar. Í Unfiled eru 6 heimildir en þær eru ekki í neinum möppum.

Yfirlit yfir möppur

 

 

Snjallmöppur

Við búum til snjallmöppur nokkurn veginn eins og hefðbundnar en við veljum Create Smart Group þar. Þá opnast gluggi sem leyfir okkur að velja nafn á möppunni og hvernig við viljum hafa hana. Hér er búið að gera möppu sem heitir einfaldlega Upplýsingafræði og í Any Field er búið að skrifa upplýsingafræði þannig að ef orðið upplýsingafræði kemur einhvers staðar fyrir fer heimildin sjálfkrafa í viðkomandi möppu. Hægt er að velja t.d. höfund, titil, efnisorð og fleira.