Skip to main content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.
site header image

Heimildaskráning - EndNote: Heildartextar í EndNote (PDF)

Leiðbeiningar fyrir EndNote heimildaskráningaforritið

Leiðir til að fá heildartexta í EndNote

Nokkrar leiðir eru til að fá heildartexta greina (PDF) í EndNote.

Leið 1: Að bæta PDF við heimild

Ef PDF skjalið er á tölvunni og heimildin er nú þegar í EndNote:

  • Velja heimildina í EndNote.
  • Smella á bréfaklemmuna til hægri eða fara í References > File Attachments > Attach File og velja þar PDF skjalið.

 

Leið 2: Leit að heildartexta (Find Full Text)

EndNote getur flett upp aðgangi að heildartexta og ef hann finnst fer PDF skjalið sjálfkrafa inn.

  • Hægt er að hægrismella á heimild og finna þar Find Full Text.

 

Leið 3: Setja PDF skjal beint inn í EndNote

Þessi leið hentar vel ef skjalið er nú þegar í tölvunni og heimildin er með DOI. Athugið að annars virkar ekki að fá heimildina inn því EndNote sækir upplýsingarnar í gegnum DOI.

  • Hægrismella á PDF skjal > Open With EndNote …