Skip to main content
site header image

Hagfræði: Tímarit

Tímarit

Tímarit og tímaritsgreinar

Tímarit er á finna á leitir.is og í tímaritaskrá Lbs-Hbs. Tímaritsgreinar er einnig að finna á leitir.is og hjá Google Scholar. Tímaritsgreinar er hægt að panta með millisafnaláni.

Uppáhaldstímaritin þín

Hægt er að fylgjast með nýju efni tímarita með því að panta efnisyfirlit eða RSS fréttastraumum, á heimasíðum flestra tímarita.

Leitir.is

Notið leitir.is til að finna tímarit og tímaritsgreinar. Boðið er upp á síu til að þrengja leitina á ýmsa vegu, t.d. út frá höfundi, titli tímarits og útgáfudags.

Tímarit.is

Á Tímarit.is er að finna stafrænt safn blaða, tímarita og greina frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi.

Tímaritsgreinar í opnum aðgangi

Hér er hægt að leita að greinum í opnum aðgangi. Hægt er að leita eftir titli, DOI, vefslóð eða tilvísun.

Tímaritaskrá Lbs-Hbs

Rafræn tímarit í séráskriftum og opnum aðgangi er að finna í tímarita-skránni Finna tímarit - SFX undir Blöð og tímarit á vef Lbs-Hbs. Hægt er að leita bæði að titlum tímarita og tímaritsgreinum.

Google Scholar

Á Google Scholar er leitað að tímaritsgreinum. Ef grein er merkt fyrir aftan titil hennar er hún aðgengilegar að fullu, annars einungis útdráttur.

Millisafnalán

Efni sem er ekki til á safninu er hægt að panta með millisafnaláni á leitir.is. Nánari leiðbeiningar eru í leiðar-vísinum fyrir millisafnalán. 

Hvar.is

Á hvar.is er að finna söfn tímarita sem eru opin í landsaðgangi frá einstökum útgefendum.