Skip to main content
site header image

Doktorsnemar: Yfirlit

helstu hjálpargögn og leiðbeiningar við heimildaleit

Skil á doktorsritgerðum

Frá 2016 eru doktorsritgerðir skrifaðar við íslenska háskóla vistaðar í varðveislusafninu Opin vísindi  sjá leiðbeiningar í Áttavita.

Hvað vantar og hvar finn ég?

Bækur 
Prentaðar eða rafrænar sem aðgengilegar eru á íslenskum bókasöfnum er best að finna í leitir.is

Bækur
Upplýsingar um aðrar bækur má finna eftir ýmsum leiðum, eins og í skrám erlendra bókasafna eða bóksala eða með google-leit.

Tímaritsgreinar 
Þegar leitað er að fræðigreinum um tiltekið efni byrja margir á að leita í GoogleScholar og sumir láta það nægja. Við ítarlega heimildaleit er nauðsynlegt að leita víðar. Hin ýmsu gagnasöfn, sérhæfð eða þverfagleg,  bjóða almennt upp á fjölbreyttari leitartækni og markvissari niðurstöður. 

Tímarit
Rafræn tímarit sem safnið hefur aðgang að er best að finna í skránni Finna tímarit sem er uppfærð reglulega og tengir við um 30 þúsund rafræn tímarit. . Skráin Electronic Journals Library vísar á um 80 þúsund rafræn tímarit sem sum eru öllum opin. Þar er m.a. að finna mikið af gömlum ritum í stafrænni endurgerð.

Doktorsritgerðir og meistaraverkefni
Aðgangur að doktorsritgerðum og meistaraverkefnum í íslenskum bókasöfnum má finna í leitir.is ásamt krækjum í heildartexta þegar aðgangur er að þeim, en rafræn meistaraverkefni eru varðveitt í skemman.is.

Millisafnalán
Ef gögn sem þörf er fyrir eru ekki til í safninu er hægt að panta millisafnalán gegn gjaldi. Deildir greiða oft fyrir sína doktorsnema. 

  
 

Helstu tæki til heimildaleita

Leitir.is

Safnagáttin þín leitar í gögnum íslenskra safna t.d.  í Gegni samskrá íslenskra bókasafna, Skemmunni varðveislusafni lokaverkefna  og tímaritum í landsaðgangi.

Rafræn gagnasöfn

Bjóða upp á nákvæma leitartækni og markvissar niðurstöður, ef rétt er að farið. Þar er oft aðgangur að heildartextum eða krækjur til að finna þá

                                                                                                  

Google Scholar

Leitar í fræðilegu efni á netinu – þar á meðal er margvíslegt efni sem ekki finnst í gagnasöfnum sem safnið veitir aðgang að. Ágætt er að hefja leit í Google Scholar en ráðlegt er að nota einnig hin ýmsu gagnasöfn, sérhæfð og þverfagleg, sem safnið kaupir aðgang að.